Skuldir

Gera skal grein fyrir öllum skuldum í lok tekjuárs í skattframtali, þ.m.t. yfirdrætti á hlaupareikningi og kreditkortaskuldum. Með skuldum í þessu sambandi teljast áfallnar verðbætur á höfuðstól og skal miða við vísitölu fyrir janúar á framtalsári. Skuldir í erlendum gjaldmiðli skal telja fram á sölugengi í árslok. Til skulda teljast öll opinber gjöld er varða viðkomandi tekjuár, þó ekki þau gjöld sem lögð eru á tekjur á næsta ári eftir lok tekjuárs.

Við framtalsskil skal sundurliða skuldir eftir því hvort viðkomandi lán var tekið til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða ekki. Hafi láninu bæði verið ráðstafað til kaupa á íbúðarhúsnæði eða til að greiða upp húsnæðisskuldir og til annars, svo sem bifreiðakaupa, þarf að skipta láninu upp á framtali eftir því hvernig því var ráðstafað. Sundurliðun þessi er nauðsynleg þar sem aðeins vaxtagjöld af lánum vegna öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota veita rétt til vaxtabóta.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Skuldir – 75. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt

Annað

Vaxtabætur

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum