Sjómannaafsláttur

Þeir sem fá greidd laun fyrir sjómannsstörf á íslensku skipi eða skipi sem gert er út af íslensku skipafélagi, eiga rétt á sjómannaafslætti.

  • Sjómannaafsláttur féll niður frá og með tekjuárinu 2014.
  • Sjómannaafsláttur á tekjuárinu 2013 er 246 kr. á dag.
  • Sjómannaafsláttur á tekjuárinu 2012 er 493 kr. á dag.
  • Sjómannaafsláttur á tekjuárinu 2011 er 740 kr. á dag.
  • Sjómannaafsláttur á tekjuárinu 2010 er 987 kr. á dag.
  • Sjómannaafsláttur á tekjuárinu 2009 er 987 kr. á dag.
  • Sjómannaafsláttur á tekjuárinu 2008 er 874 kr. á dag.

Dagar til útreiknings sjómannaafsláttar

Dagar sem veita rétt til sjómannaafsláttar eru þeir dagar sem skylt er að lögskrá menn, auk þeirra daga sem maður á rétt á veikindalaunum samkvæmt kjarasamningi. Maður getur þó aldrei fengið sjómannaafslátt fyrir fleiri daga en hann er ráðinn hjá útgerð til sjómannsstarfa. Frá 1. nóvember 2010 hefur verið skylt að lögskrá á öll skip, þ.m.t. fiskiskip undir 20 brúttótonnum að stærð.

Hjá hlutaráðnum beitningarmönnum skal miða við þá daga sem þeir eru ráðnir við slík störf samkvæmt samningi um hlutaskipti.

Sjómannslaun - hámark afsláttar

Sjómannaafsláttur getur mest orðið jafnhár reiknuðum tekjuskatti af launum fyrir sjómannsstörf. Hjá þeim sem eru með eigin útgerð og stunda sjómennsku á eigin fari teljast sjómannslaun vera reiknað endurgjald og tekjur af atvinnurekstri samanlagt.

Framtalið

Í álagningu er sjómannaafsláttur reiknaður eftir þeim upplýsingum sem færðar eru á framtal. Hver dagur reiknast til sjómannaafsláttar með margfeldinu 1,49. Framteljandi sem gerir kröfu um sjómannaafslátt fyllir út Greinargerð um sjómannaafslátt RSK 3.13, og skilar með framtali sínu.

Hjá mönnum á fiskiskipum undir 20 brúttótonnum að stærð er réttur til sjómannaafsláttar bundinn því skilyrði að tekjur af sjómannsstörfum nemi a.m.k. 30% af tekjuskattsstofni.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Lögskráningaskylda - 4. gr. laga nr. 35/2010, um lögskráningu sjómanna

Sjómannaafsláttur - B-liður 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Sjómannaafsláttur við álagningu - II. kafli reglugerðar nr. 10/1992, um persónuafslátt og sjómannaafslátt (Brottfallin)

Sjómannaafsláttur í staðgreiðslu - III. kafli reglugerðar nr. 10/1992, um persónuafslátt og sjómannaafslátt (Brottfallin)

Eyðublöð

Greinargerð um sjómannaafslátt - RSK 3.13

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum