Ferðamenn

Ertu að fara til útlanda? Ef þú hefur tollskyldan varning meðferðis þegar þú kemur aftur ber þér að framvísa honum í rauðu hliði. Grænt tollhlið er hins vegar fyrir þá sem eingöngu hafa tollfrjálsan farangur meðferðis og verslunarvörur að verðmæti allt að 88.000 kr.


Ökutæki

Þeim sem hyggst dvelja hér á landi í ár eða styttri tíma vegna atvinnu eða ferðalaga er heimilt að flytja inn bifreið, skráða erlendis, án greiðslu aðflutningsgjalda, enda séu tiltekin skilyrði uppfyllt.

Lesa meira

Reiðufé

Innflytjendum, útflytjendum og eftir atvikum tollmiðlurum, ferðamönnum og farmönnum er skylt að gera sérstaklega grein fyrir fjármunum, í reiðufé eða handhafabréfum, þ.m.t. ferðatékkum, sem fluttir eru til landsins frá útlöndum og frá landinu til útlanda að fjárhæð sem nemur 10.000 evrum eða meira, miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni.

Lesa meira

Tollfrjáls farangur

Ferðamenn mega hafa meðferðis tollfrjálst varning sem fenginn er í ferðinni eða í tollfrjálsri verslun hér á landi (við brottför eða heimkomu) fyrir samtals allt að 88.000 kr. (krónur), hvort sem um er að ræða einstakan hlut eða fleiri hluti, miðað við smásöluverð á innkaupsstað.

Lesa meira

Takmarkanir og bönn

Reglur um tollfríðindi ferðamanna veita hvorki undanþágu frá sérstökum innflutningsskilyrðum né innflutningsbanni sem ýmsar vörutegundir eru háðar samkvæmt lögum, reglugerðum eða öðrum stjórnvaldsfyrirmælum.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum