Inn- og útflutningur

Það er meginregla að sá sem flytur vöru til landsins skal greiða af henni aðflutningsgjöld (tolla, vörugjöld, virðisaukaskatt og ýmis önnur gjöld) nema annað sé tekið fram í tollskrá eða lögum. Greiða ber virðisaukaskatt við innflutning á öllum vörum. Að auki geta vörur borið toll, vörugjöld eða önnur gjöld eftir atvikum. Gjöld á vörur eru mismunandi há eftir vörutegund.

Við útflutning er almenna reglan sú að sá sem flytur vöru frá landinu þarf ekki að greiða af henni nein gjöld nema annað sé ákveðið í lögum eða reglugerð. Einstaklingum sem stunda inn- eða útflutning í atvinnuskyni er bent á að kynna sér sambærilegt efni undir atvinnurekstur.


Tollskrá

Í veftollskránni er hægt að leita að tollnúmerum eða texta og skoða upplýsingar um tolla, gjöld, leyfi, bönn og fleira sem tengist tollskrárnúmeri. Jafnframt er hægt að reikna aðflutningsgjöld á einstök tollskrárnúmer.

Lesa meira

Tollafgreiðsla ökutækja

Tollafgreiðsla innfluttra ökutækja er mismunandi eftir því hvort um er að ræða nýtt eða notað ökutæki keypt til landsins, ökutæki á íslenskum skráningarnúmerum endurflutt til landsins, ökutæki á erlendum númerum flutt inn með búslóð eða ökutæki á erlendum skráningarnúmerum flutt tímabundið til landsins.

Lesa meira

Lifandi dýr, matvæli og plöntur

Ef flytja á inn eða út dýr, plöntur eða jafnvel hluti unna úr afurðum þeirra, þarf að hafa í huga að leyfi getur þurft til flutningsins eða hann verið bannaður.

Lesa meira

Tímabundinn innflutningur

Sótt er um heimild til tímabundins innflutnings til Tollstjóra. Umsóknin er rituð á aðflutningsskýrslu og viðeigandi eyðublað. Leggja þarf fram fullnægjandi tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda með beiðni um heimild til tímabundins innflutnings nema þú njótir greiðslufrests á aðflutningsgjöldum.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum