Dómar

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 211/2015

6.11.2015

Haraldur Ingólfur Þórðarson gegn íslenska ríkinu

Með dómi Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp þann 5. nóvember 2015 var íslenska ríkið sýknað af kröfum áfrýjanda.

Í málinu var deilt um skattlagningu á greiðslu sem áfrýjandi fékk frá einkahlutafélagi í hans eigu á árinu 2008.  Ríkisskattstjóri taldi að ekki hefði verið heimild til að greiða arð úr rekstrinum enda hefði greiðslan farið fram á sama ári og félagið var stofnað.  Af þessum sökum bæri að skattleggja greiðsluna sem laun.

Áfrýjandi taldi að frestur skattyfirvalda til endurákvörðunar á opinberum gjöldum væri liðinn og að ekki væru lagalegar forsendur fyrir endurákvörðuninni.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram frestur til endurákvörðunar hafi ekki verið liðinn enda hafi framteljandi ekki látið fullnægjandi upplýsingar um arðgreiðsluna fylgja skattframtali sínu fyrir umrætt ár.

Þá kemur fram í dómi Hæstaréttar að óumdeilt sé að greiðslan hafi farið fram á sama ári og félagið var stofnað.  Með vísan til þess og dóms Hæstaréttar dags. 13. febrúar 2014 í máli nr. 606/2013 staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að ekki skuli litið á greiðsluna sem arð heldur laun sbr. 2. mgr. 11. gr. tekjuskattslaga.

Hlekkur á dóminn:
http://www.haestirettur.is/domar?nr=10753

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum