Dómar

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 319/2016

10.2.2017

Guðmundur Guðmundsson gegn ríkisskattstjóra og íslenska ríkinu

Með dómi Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp þann 9. febrúar 2017 var íslenska ríkið sýknað af kröfum stefnanda.

Stefnandi krafðist ógildingar á heimilisfestarúrskurði ríkisskattstjóra um að hann hafi borið fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér á landi frá 5. mars 2003 til 10. janúar 2011.

Í málinu lá fyrir að stefnandi hafði tilkynnt til Þjóðskrár í janúar 2011 að hann hefði verið búsettur í Máritaníu á umræddu tímabili.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ríkisskattstjóri hafi hvorki verið bundinn af því hvar lögheimili stefnanda hafði verið skráð né af tilkynningu hans til Þjóðskrár.  Að virtum atvikum málsins og með skírskotun til grunnreglu 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. tekjuskattslaga var talið að stefnandi hefði verið með fasta búsetu hér á landi á umræddu tímabili og að honum hefði ekki tekist að sanna annað.  Að öðru leyti var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfestur.

Hlekkur á dóminn:
https://www.haestirettur.is/domar/domur/?id=46af59f9-e40f-48b8-adb4-c899385a94b4

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum