Dómar

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 320/2015

15.2.2016

K gegn íslenska ríkinu.

Með dómi Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp þann 4. febrúar 2016 var sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 26. júní  2014 staðfestur.

Í málinu var deilt um skattlagningu á eignum sem féllu áfrýjanda í skaut samkvæmt fjárskiptasamningi hennar og fyrrverandi sambúðarmanns.  Ríkisskattstjóri og yfirskattanefnd komust að þeirri niðurstöðu að umræddar eignir sem samtals námu 40.000.000 kr. á tekjuárinu 2006 og 76.989.948 kr. á tekjuárinu 2007 skyldu skattleggjast sem gjafir.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að áfrýjandi hafi ekki getað lagt fram gögn um framlög til eignamyndunar í sambúð hennar og fyrrverandi sambúðarmanns og ekkert hafi komið fram um tekjur hennar á umræddum tíma sem rennt gæti stoðum undir að hún hafi með beinum eða óbeinum framlögum á sambúðartíma skapað grundvöll fyrir hlutdeild í eignarrétti þeirra eigna sem um ræðir.  Ekki væri því unnt að draga aðra ályktun en að samningur aðila hafi falið í sér eignayfirfærslu án nokkurs endurgjalds og af þeim sökum sé um gjöf að ræða sem skattleggja beri skv. 4. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003.

Hlekkur á dóminn:

http://www.haestirettur.is/domar?nr=10966

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum