Dómar

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 531/2015

8.6.2016

Íslenska ríkið og ríkisskattstjóri gegn Glitni HoldCo ehf.

Með dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp þann 2. maí 2016 var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. maí 2015 staðfestur og ákvörðun ríkisskattstjóra um synjun á samsköttun stefnda og dótturfélaga hans vegna gjaldársins 2011 var felld úr gildi

Í málinu var deilt um hvort lögfesting á 8. gr. laga nr. 165/2010, sem bætti nýjum málslið við 1. mgr. 55. gr. tekjuskattslaga og tók gildi 31. desember 2010, fæli í sér afturvirka skattlagningu.  Með ákvæðinu var lögfest að samsköttun skuli falla niður með félagi sé það tekið til gjaldþrotameðferðar eða sæti slitameðferð, sbr. 101. gr. laga um fjármálafyrirtæki.

Stefndi sótti um samsköttun á árinu 2011 fyrir árið 2010 og síðari rekstrarár.  Ríkisskattstjóri hafnaði umsókninni og vísaði til þess að fyrirtæki í slitameðferð gætu ekki notið samsköttunar skv. 1. mgr. 55. gr. sbr. 8. gr. laga nr .165/2010. 

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að það fari eftir eðli skatts við hvaða tímamark skuli miða þegar meta á hvort skattalöggjöf væri afturvirk og þar með í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar.  Umrædd lagabreyting hefði ekki tekið gildi fyrr en lokið var meginhluta þeirra atvika sem réðu skattskyldu stefnda.  Af þeim sökum var ákvörðun ríkisskattstjóra felld úr gildi.

Hlekkur á dóminn:
http://haestirettur.is/domar?nr=11316

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum