Dómar

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2704/2013

20.4.2015

Elías Georgsson gegn íslenska ríkinu

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 16. apríl 2015 var íslenska ríkið sýknað af kröfum stefnanda.

Í málinu var deilt um þá ákvörðun ríkisskattstjóra að færa stefnanda til tekna í skattframtali 2007 kr. 115.735.507 vegna láns sem Miðland ehf. veitti stefnanda á árinu 2006 vegna kaupa á 50% hlutafjár í félaginu á því ári.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að Miðland ehf. hafi að öllu leyti fjármagnað kaup stefnanda vegna kaupa hans á 50% hlutafjár í félaginu.  Dómurinn telur því að lánveitingin hafi verið andstæð 79. gr. laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög.  Þá taldi héraðsdómur með vísan til dóms Hæstaréttar Íslands í máli 153/2012 að ekki væri um brot á 65. gr. eða 72. gr. stjórnarskrárinnar að ræða.

Hlekkur á dóminn:
http://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=881ca53a-1347-4a0f-98c8-7df0eaf975e4

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum