Dómar

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3616/2015

5.10.2016

Steinþór Guðmundsson gegn íslenska ríkinu

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 21. september 2016 var íslenska ríkið sýknað af kröfu stefnanda.

Stefnandi krafðist þess að úrskurður ríkisskattstjóra um skattalega heimilisfesti yrði ógiltur með dómi.  Í úrskurði sínum komst ríkisskattstjóri að því að stefnandi hafi í raun verið heimilisfastur á Íslandi frá og með tekjuárinu 2006 til og með 2010.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að stefnandi sjálfur hafi ekki talið sig hafa haft fasta búsetu í Máritaníu þrátt fyrir að hafa dvalið þar að einhverju leyti þegar hann var ekki á sjó.  Stefnandi dvaldi á mismunandi stöðum í Máritaníu á hótelum eða íbúðahóteli.  Þá var talið að framlögð gögn frá Máritaníu breyttu ekki þeirri niðurstöðu enda var afstaða stefnanda sú að hann hefði ekki fasta búsetu þar í landi.

Hlekkur á dóminn:
http://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=b1cb6382-70f2-4284-8a35-f9481f2bbce3

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum