Dómar

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 265/2013

25.11.2013

Með dómi Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp þann 21. nóvember 2013 voru ákærðu dæmdir til greiðslu sektar að fjárhæð kr. 1.000.000 fyrir að hafa framið meiriháttar brot gegn ársreikningalögum með því að vanrækja að standa skil á ársreikningum hlutafélagsins á lögmæltum tíma vegna áranna 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010.

Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að ákærði Benedikt hafi vanrækt þá lagaskyldu sem á honum hvíldi til að senda ársreikninga einkahlutafélagsins til ársreikningaskrár og að um meiriháttar brot á lögunum væri að ræða.  Að því virtu og að teknu tilliti til þess að ársreikningum fyrir umrædd ár hafi nú verið skilað var ákærða Benedikt gert að greiða kr. 1.000.000 í sekt innan fjögurra vikna frá uppsögu dómsins en sæta ella fangelsi í 40 daga. 

Þá taldi Hæstiréttur að þar sem brotið hefði verið framið til hagsbóta fyrir hið ákærða félag þá væri því gert að greiða sektina óskipt með ákærða Benedikt.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum