2016

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 506/2015

23.3.2016

Með dómi Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp þann 22. mars 2016 var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknu íslenska ríkisins staðfestur.

Í málinu var deilt um túlkun á orðalagi 2. málsl. 1. mgr. 16. gr. laga um virðisaukaskatt sem fjallar um það skilyrði innskattsfrádráttar að seljandi sé „skráður á virðisaukaskattsskrá“ á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að lögskýringagögn beri það skýrlega með sér að tilætlan löggjafans með umræddri lagabreytingu hafi verið sú að bregðast við þeim tilvikum þegar skattaðili hafi talið fram innskatt án þess að viðsemjandi hans hafi verið með opið virðisaukaskattsnúmer eða jafnvel aldrei verið skráður á virðisaukaskattsskrá.  Þá könnun sem lagareglan gerir ráð fyrir að skattaðili framkvæmi er hægt að uppfylla með einfaldri skoðun á upplýsingavef ríkisskattstjóra.  Hinn áfrýjaði dómur var því staðfestur með vísan til forsendna.

Hlekkur á dóminn:
http://www.haestirettur.is/domar?nr=11142

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum