Héraðsdómur Reykjavíkur, 24. nóvember 2008, í máli nr. S-1492/2008
DÓMUR
Héraðsdóms Reykjavíkur 24. nóvember 2008 í máli nr. S-1492/2008:
Ákæruvaldið
(Eyjólfur Ármannsson fulltrúi)
gegn
Svavari Þór Lárussyni
(Brynjólfur Eyvindsson hdl.)
Ár 2008, mánudaginn 24. nóvember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni, héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 1492/2008: Ákæruvaldið (Eyjólfur Ármannsson) gegn Svavari Þór Lárussyni (Brynjólfur Eyvindsson hdl.), sem tekið var til dóms í sama þinghaldi.
Málið er höfðað með ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dagsettri 30. október sl. á hendur ákærða, Svavari Þór Lárussyni, kennitala 000000-0000, Þórðarsveig 32, Reykjavík, “fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum framin í sjálfstæðri atvinnustarfsemi með því að hafa:
1. Hvorki staðið skil virðisaukaskattsskýrslum á lögmæltum tíma né staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var á árunum 2003 og 2004, í samræmi við fyrirmæli IX. kafla laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988, samtals að fjárhæð kr. kr. 21.136.819, sem sundurliðast sem hér greinir:
Uppgjörstímabil: |
Vantalin skattskyld velta: | Vangoldinn VSK: |
Árið 2003 janúar-febrúar mars-apríl maí-júní júlí-ágúst september-október nóvember-desember
|
kr. 5.945.672 kr. 6.327.291 kr. 6.288.506 kr. 5.704.906 kr. 6.099.146 kr. 6.513.206 kr. 36.878.727 |
kr. 1.422.402 kr. 1.384.126 kr. 1.466.921 kr. 1.383.020 kr. 1.482.991 kr. 1.570.944 kr. 8.710.404
|
Árið 2004 janúar-febrúar mars-apríl maí-júní júlí-ágúst september-október nóvember-desember
Samtals:
|
kr. 8.196.514 kr. 7.879.716 kr. 7.697.808 kr. 8.866.354 kr. 9.640.699 kr. 10.489.618 kr. 52.770.709 kr. 89.649.436 |
kr. 1.940.510 kr. 1.915.232 kr. 1.745.467 kr. 2.134.682 kr. 2.276.212 kr. 2.414.312 kr. 12.426.415 kr. 21.136.819
|
2. Eigi staðið skil á skattframtölum vegna eigin atvinnustarfsemi, gjaldaárin 2004 og 2005, vegna rekstraráranna 2003 og 2004, og með því komist hjá að telja fram tekjur sem skattskyldar eru samkvæmt 1. tölulið A-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, og greiðslu tekjuskatts samtals að fjárhæð kr. 23.659.863, sem sundurliðast sem hér greinir:
Vangreiddur tekjuskattur gjaldaárið 2004:
Rekstrartekjur: kr. 36.878.727
Rekstargjöld: kr. -6.054.385
Tekjuskattsstofn: kr. 30.824.342
Áætlaður tekjuskattsstofn ásamt álagi: kr. -6.900.000
Vantalinn tekjuskattsstofn: kr. 23.924.342
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 38,45% kr. 9.198.909
Vangreiddur tekjuskattur gjaldaárið 2005:
Rekstrartekjur: kr. 52.770.709
Rekstargjöld: kr. -7.110.945
Tekjuskattsstofn: kr. 45.659.764
Áætlaður tekjuskattsstofn ásamt álagi: kr. -8.050.000
Vantalinn tekjuskattsstofn: kr. 37.609.764
Vangreiddur tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 38,45% kr. 14.460.954
Samtals vangreiddur tekjuskattur gjaldárin 2004 og 2005: kr. 23.659.863
3. Látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna sjálfstæðrar atvinnustarfsemi vegna rekstraráranna 2003 og 2004.
Framangreind brot ákærða samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig:
a) 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. laga nr. 42/1995 og 3. gr. laga nr. 134/2005 að því er varðar 1. töluliði ákæru.
b) 2. mgr. 109. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga að því er varðar 2. tölulið ákæru.
Framangreind brot ákærða samkvæmt 3. tölulið teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig:
c) 1. og 2. tölul. 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1995.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar”.
Málavextir
Ákærði hefur skýlaust játað það brot sem hann er saksóttur fyrir. Hefur hann orðið sekur um athæfi það sem lýst er í ákærunni og réttilega er þar fært til refsiákvæða. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði. Rétt er að fresta því að framkvæma refsingu þessa og ákveða að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
Dæma ber ákærða til þess að greiða 90.000.000 krónur í sekt og komi tólf mánaða fangelsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá dómbirtingu.
Dæma ber ákærða til þess að greiða verjanda sínum, Brynjólfi Eyvindssyni hdl., 100.000 krónur í málsvarnarlaun, sem dæmast með virðisaukaskatti.
Dómsorð:
Ákærði, Svavar Þór Lárusson, sæti fangelsi í átta mánuði. Framkvæmd refsingarinnar er frestað og fellur hún niður að liðnum tveimur árum, haldi ákærði almennt skilorð.
Ákærði greiði 90.000.000 króna í sekt og komi tólf mánaða fangelsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá dómsbirtingu.
Ákærði greiði verjanda sínum, Brynjólfi Eyvindssyni hdl., 100.000 krónur í málsvarnarlaun.
Pétur Guðgeirsson