Fréttir og tilkynningar


Heimsókn iðnaðar- og viðskiptaráðherra til RSK

26.5.2015

Hinn 21. maí sl. heimsótti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra embætti ríkisskattstjóra og átti fund með nokkrum starfsmönnum embættisins.

Ásamt ráðherra sátu þau Valgerður Rún Benediktsdóttir skrifstofustjóri og Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðstoðarmaður ráðherra fundinn auk þeirra Hörpu Theodórsdóttur, Sigurbjargar S. Guðmundsdóttur og Brynhildar Pálmarsdóttur starfsmanna Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Á fundinum var farið yfir atriði er snerta fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, einkum þær breytingar sem á döfinni eru hvað varðar rafræna fyrirtækjaskrá, verkefni er snerta ársreikningaskrá ríkisskattstjóra, skatteftirlit með ferðaþjónustu auk annarra verkefna.

Heimsókn iðnaðar- og viðskiptaráðherraÁ myndinni eru, talið frá vinstri: Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Jens Þór Svansson, Brynhildur Pálmarsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Ragnhildur D. Þórhallsdóttir, Skúli Jónsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Skúli Eggert Þórðarson, Harpa Theodórsdóttir, Valgerður Rún Benediktsdóttir, Jóhannes Jónsson og Sigurbjörg S. Guðmundsdóttir

Heimsókn iðnaðar- og viðskiptaráðherraÁ myndinni eru iðnaðar- og viðskiptaráðherra ásamt starfsmönnum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Talið frá vinstri: Sigurbjörg S. Guðmundsdóttir, Brynhildur Pálmarsdóttir, Valgerður Rún Benediktsdóttir, Harpa Theodórsdóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðstoðarmaður ráðherra.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum