Fréttir og tilkynningar


Sérstakur barnabótaauki greiddur út 1. júlí

31.5.2022

Alþingi hefur þann 24. maí sl. samþykkt að greiða aukalega sérstakan barnabótaauka 1. júlí næstkomandi sem hluta af mótvægisaðgerðum vegna verðbólgu.

Barnabótaauki að fjárhæð 20.000 verður greiddur með hverju barni til þeirra sem fengu ákvarðaðar barnabætur við álagningu einstaklinga 2022. Fjárhæðinni verður skipt jafnt milli hjóna og sambúðarfólks.

Sérstökum barnabótaauka verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um barnabætur

Nánari upplýsingar um niðurstöður álagningar 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum