Fréttir og tilkynningar


Svikapóstur sendur út í nafni Leiðréttingarinnar

9.6.2021

Borið hefur á því undanfarið að einhverjum landsmönnum hafa borist falskir tölvupóstar sem sagðir eru vera vegna Leiðréttingarinnar.

Í þetta skipti hafa svikahrappar tekið staðlaðan texta sem sendur er frá Skattinum þegar séreignarsparnaði er ráðstafað inn á lán og sett falska slóð á bak við hlekkinn sem vísar ekki á leiðrétting.is, eins og hann ber með sér, heldur inn á aðra vefsíðu. Sú vefsíða kann að innihalda óværu.

Athygli er vakin á að netfangið sem sent er frá er ekki á vegum Skattsins.

Fólk er beðið um að fara gætilega og smella ekki á hlekki í tölvupóstum sé minsti grunur um að eitthvað gæti verið að og að gefa ekki upp kortanúmer eða aðrar fjárhagsupplýsingar nema um trausta vefsíðu sé að ræða.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum