Tekjuskattslögin 100 ára
Í tilefni þess að í ársbyrjun 2022 voru liðin 100 ár frá gildistöku fyrstu tekjuskattslaganna hefur Sigmundur Stefánsson, fyrrverandi skattstjóri í Reykjanesumdæmi, ritað grein þar sem tekin eru fyrir meginefni laganna (einkum tekjuskattsins) og hverju helst var verið að velta fyrir sér við setningu þeirra.