Veitingastyrkur

Með lögum nr. 8/2022 var samþykkt á Alþingi að greiða styrki til þeirra rekstraraðilar sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli sökum takmarkana á opnunartíma veitingastaða vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Þeir rekstraraðilar sem undir lögin falla eru þeir sem starfrækja veitingastað sem fékk rekstrarleyfi fyrir 1. desember 2021 samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 og sætti takmörkun á opnunartíma í þeim almanaksmánuði sem umsókn varðar vegna opinberra sóttvarnaráðstafana. Þeir sem stunda rekstur veitingastaða í flokki II eða III skv. 4. gr. laganna, og staður þar sem selt er áfengi, og eftir atvikum matur, til neyslu á staðnum sem heyrir undir rekstrarleyfi gististaðar í flokki IV skv. 3. gr. sömu laga geta sótt um veitingastyrk.

Einstaklingar og lögaðilar sem stunda veitingarekstur af því tagi sem um ræðir og sem hófst fyrir 1. desember 2021 þurfa að hafa orðið fyrir a.m.k. 20% tekjufalli sem rekja má til heimsfaraldurs kórónuveiru til þess að eiga rétt á veitingastyrk. Uppfylla þarf ýmis skilyrði, sbr. nánar á eftir. Veitingastyrkur er greiddur vegna rekstrar á tímabilinu nóvember 2021 til og með mars 2022.

Umsókn um veitingastyrk þurfti að berast eigi síðar en 30. júní 2022.

 

.

Frumskilyrði

Ótakmörkuð skattskylda

Skilyrði er að rekstraraðili beri ótakmarkaða skattskyldu hér á landi skv. 1. eða 2. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.

Með ótakmarkaðri skattskyldu er átt við að viðkomandi einstaklingur eða lögaðili sé skyldugur að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum hér á landi, hvar sem þeirra er aflað. Nánari upplýsingar um ótakmarkaða skattskyldu er hægt að finna á vefsíðu Skattsins, vegna einstaklinga og vegna lögaðila.

Þetta skilyrði þýðir að óskattskyldir aðilar, eins og t.d. íþróttafélög, líknarfélög o.fl. eiga ekki rétt á veitingastyrk.

Atvinnurekstur

Þeir einir geta sótt um veitingastyrk sem stunda rekstur veitingastaða í flokki II eða III skv. 4. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, og staður þar sem selt er áfengi, og eftir atvikum matur, til neyslu á staðnum sem heyrir undir rekstrarleyfi gististaðar í flokki IV skv. 3. gr. sömu laga. Um þarf að vera að ræða starfsemi aðila sem greiðir laun samkvæmt staðgreiðslulögum, og er skráður á launagreiðendaskrá, svo og á virðisaukaskattsskrá þegar það á við.

Nánari skilyrði

Tekjufall

Lágmarksfjárhæð tekna

Ekki í vanskilum með opinber gjöld og gögnum skilað

Ekki gjaldþrotaskipti eða slit

.

Kæruréttur

Unnt er að kæra niðurstöðu Skattsins um veitingastyrk til yfirskattanefndar. Um kærufrest og málsmeðferð fer samkvæmt ákvæðum laga um yfirskattanefnd.