FATCA

Þann 26. maí 2015 undirrituðu Ísland og Bandaríkin samning um regluleg upplýsingaskipti vegna fjármálastofnana.  Samningurinn er í samræmi við svokölluð FATCA (Foreign Account Tax Compliance Act) sem samþykkt voru í Bandaríkjunum á árinu 2010.

Samkvæmt lögunum og samningnum ber íslenskum fjármálastofnunum, eins og þær eru skilgreinar í samningnum, að standa skil árlega á upplýsingum um tekjur og eignir bandarískra skattaðila.  Upplýsingaskiptin fara fram með milligöngu ríkisskattstjóra.  Standi fjármálastofnanir ekki við upplýsingaskyldu sína eiga þær á hættu á að lagður verði 30% afdráttarskattur á greiðslur til þeirra sem eiga uppruna í Bandaríkjunum.

Samninginn má finna hér

Áhættumat vegna CRS og FATCA upplýsingaskipta

Eyðublað RSK 24.01 um áhættumat vegna CRS og FATCA


Mikilvægar dagsetningar

Hér má finna mikilvægar dagsetningar.

Lesa meira

Leiðbeiningar um áreiðanleikakönnun fjármálastofnana á reikningum og reikningseigendum

Hér er að finna leiðbeiningar fyrir fjármálastofnanir um hvernig standa skuli að áreiðanleikakönnun á fjárhagsreikningum samkvæmt FATCA samningnum.

Lesa meira

Spurt og svarað

Hér hefur verið safnað saman helstu spurningum og svörum vegna FATCA.

Lesa meira

Tæknilýsing

Hér er að finna tæknilýsingu vegna FATCA samningsins

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum