Gengi gjaldmiðla
Við tollafgreiðslu sendinga á degi hverjum skal ákvörðun tollverðs í tollskýrslum byggð á tollafgreiðslugengi eins og opinbert viðmiðunargengi er skráð af Seðlabanka Íslands síðasta mánudag á undan.
Þetta merkir að gengið sem Seðlabanki skráir á hverjum mánudegi gildir frá og með þriðjudeginum eftir og til og með næsta mánudegi.