Saga skatta á Íslandi

Saga skatta og skattkerfisbreytinga á Íslandi frá því að tekjuskattskerfið tók við af tíundarkerfinu er á köflum töluvert flókin. Hún hefur verið sögð í tveggja binda ritverki sem kom út árið 2013. Nú hefur höfundur ritsins, Friðrik G. Olgeirsson sett saman annál um helstu atburði nútíma skattasögu þjóðarinnar og miðar upphafsárið við 1840. Þá hefur hann einnig tekið saman yfirlit yfir alla þá embættismenn sem gengt hafa starfi skattstjóra, ríkisskattstjóra, vararíkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra frá upphafi og er þeirra getið í skattstjóratali.


Skattstjóratal

Fyrsta skattstofan tók til starfa í Reykjavík árið 1922 og var fyrsti skattstjórinn Einar Arnórsson. Á komandi áratugum voru stofnaðar skattstofur á stórum þéttbýlisstöðum vítt og breytt um landið. Árið 1962 var skattkerfið stokkað upp og embætti ríkisskattstjóra stofnað. Samhliða því voru sett á fót embætti skattstjóra ein í hverju kjördæmi. Það var svo 1. janúar 2010 sem öll skattumdæmin voru sameinuð undir nafni ríkisskattstjóra. Hér að neðan er að finna yfirlit yfir alla þá sem gegnt hafa starfi skattstjóra, hvort sem er skattstjóra, ríkisskattstjóra eða skattrannsóknarstjóra.

Lesa meira

Annáll nútíma skattasögu

Annállinn nær aftur til ársins 1840 frá 2016 og er tæpt á öllum helstu breytingum sem orðið hafa á skattkerfi Íslendinga á þessum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og tímarnir breyst síðan 1840 þegar Grímur Jónsson, fyrrverandi amtmaður, lagði fyrstu drögin að því að hið forna tíundarkerfi yrði lagt af. 40 ár tók að koma nýju skattkerfi í framkvæmd sem er áhugavert ef litið er til seinni tíma og með hversu litlum fyrirvara t.d. Leiðréttingin var framkvæmd árið 2014.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum