Innheimtukostnaður
Við vanskilainnheimtu leggur innheimtumaður ríkissjóðs út fyrir ýmsum kostnaði við innheimtuaðgerðir. Innheimtukostnaðurinn leggst við skuldir gjaldanda. Fjárhæðirnar eru ákveðnar í lögum eða gjaldskrám. Þó krafa falli niður við skattbreytingu verður gjaldandi alltaf að greiða útlagðan kostnað við innheimtu. Kostnaðurinn fellur á kröfuna við móttöku sýslumanns og héraðsdóms á beiðnum um innheimtuaðgerðir.
Gjald | Fjárhæð | Athugasemd |
---|---|---|
Kostnaður vegna sérstakrar greiðsluáskorunar | -- | Sjá: gjaldskrá fyrir stefnuvotta |
Beiðni um aðfararheimild hjá héraðsdómi | 20.000 kr. | |
Fjárnámsbeiðni til sýslumanns | 13.000 kr. | Fyrir hvert fjárnám |
Nauðungarsölubeiðni fasteignar | 40.000 kr. | |
Nauðungarsölubeiðni lausafjár | 13.000 kr. | |
Kostnaður vegna beiðni um gjaldþrotaskipti | 20.000 kr. |
Athugið að upphæðir nefndar hér að ofan gætu hafa breyst, nýjustu upphæðir er að finna í gjaldskrám:
Upplýsingar um gjaldtöku dómstóla.
Upplýsingar um gjaldtöku sýslumanna.
Auk kostnaðar við innheimtuaðgerðir leggjast dráttarvextir á vanskilakröfur.
Ítarefni
Hvar finn ég reglurnar?
Lög um aukatekjur ríkissjóðs
Lög nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda
Síðast yfirfarið / breytt febrúar 2020