Hlutverk tollgæslunnar

Skatturinn hefur eftirlit með framkvæmd tolla- og innheimtumála á landsvísu.

Tollgæslan sér um eftirlit með inn- og útflutning vara samkvæmt tollalögum. Eftirlitinu er ekki eingöngu framfylgt til að innheimta tolla og gjöld af vörum heldur einnig til þess að framfylgja öryggisráðstöfunum, umhverfissjónarmiðum, neytendavernd, hugverkarétt, menningar- og náttúruvernd.

Mikilvægustu verkefni tollgæslunnar eru eftirfarandi:

  • Eftirlit með álagningu og innheimtu aðflutningsgjalda samkvæmt réttum tollflokk, uppruna vöru og tollverði.
  • Eftirlit með geymslum fyrir ótollafgreiddar vörur.
  • Eftirlit með viðskiptum, efnahagslegum þáttum sem og upplýsingaöflun til Hagstofu.
  • Eftirlit með þáttum sem snúa að ýmsum öryggismálum og almannahagsmunum.
  • Eftirlit samkvæmt umhverfislöggjöfinni.
  • Eftirlit samkvæmt landbúnaðarlöggjöfinni.
  • Eftirlit með dýrainnflutningi, sótthreinsun, heilbrigðis- og gæðamálum.
  • Eftirlit með innflutningi, umflutningi og útflutningi á vörum til og frá landinu og ferðum og flutningi fara og fólks til og frá landinu.
  • Skilvirku eftirliti byggt á áhættustjórnun
  • Framþróun, hagræðingu og einföldun tollframkvæmdar, skilvirkri og árangursríkri tollstarfsemi og sem bestri þjónustu tollgæslunnar og stuðlar að því að tollframkvæmdin verði sem hagfelldust fyrir atvinnulífið, almenning og samfélagið.

Tollgæslan hefur eftirlit og stöðvar ólöglegan innflutning fíkniefna og annan ólöglegan innflutning. Tollgæslan hefur samvinnu í slíkum málum við lögreglu, Landhelgisgæsluna og aðrar viðeigandi ríkisstofnanir.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum