Innflutningur

Það er meginregla að sá sem flytur vöru til landsins skal greiða af henni aðflutningsgjöld (tolla, vörugjöld, virðisaukaskatt og ýmis önnur gjöld) nema annað sé tekið fram í tollskrá eða lögum. Til innflutnings á sumum vörum getur þurft að uppfylla aðra skilmála til dæmis fá leyfi eða undanþágu. Á þessum síðum eru allar helstu upplýsingar um þær reglur sem gilda við innflutning á vörum til landsins.


Aðflutningsgjöld

Meginreglan er sú að greiða ber aðflutningsgjöld við innflutning vöru til landsins í samræmi við ákvæði tollskrár sem hefur lagagildi á Íslandi. Hér er átt við tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt auk ýmissa annarra gjalda sem leggjast kunna á við innflutning varnings til landsins.

Lesa meira

Tollafgreiðsla ökutækja

Tollafgreiðsla innfluttra ökutækja er mismunandi eftir því hvort um er að ræða nýtt eða notað ökutæki keypt til landsins, ökutæki á íslenskum skráningarnúmerum endurflutt til landsins, ökutæki á erlendum númerum flutt inn með búslóð eða ökutæki á erlendum skráningarnúmerum flutt tímabundið til landsins.

Lesa meira

Tímabundinn innflutningur

Sótt er um heimild til tímabundins innflutnings til Tollstjóra. Umsóknin er rituð á aðflutningsskýrslu og viðeigandi eyðublað. Leggja þarf fram fullnægjandi tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda með beiðni um heimild til tímabundins innflutnings nema þú njótir greiðslufrests á aðflutningsgjöldum.

Lesa meira

Lifandi dýr, matvæli og plöntur

Ef flytja á inn eða út dýr, plöntur eða jafnvel hluti unna úr afurðum þeirra, þarf að hafa í huga að leyfi getur þurft til flutningsins eða hann verið bannaður.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum