Tolleftirlit
Tollgæslan hefur eftirlit og stöðvar ólöglegan innflutning fíkniefna og annan ólöglegan innflutning. Tollgæslan hefur samvinnu í slíkum málum við lögreglu, Landhelgisgæsluna og aðrar viðeigandi ríkisstofnanir.
Tollgæslan hefur eftirlit og stöðvar ólöglegan innflutning fíkniefna og annan ólöglegan innflutning. Tollgæslan hefur samvinnu í slíkum málum við lögreglu, Landhelgisgæsluna og aðrar viðeigandi ríkisstofnanir.
Tollgæslan sér um eftirlit með inn- og útflutning vara samkvæmt tollalögum. Eftirlitinu er ekki eingöngu framfylgt til að innheimta tolla og gjöld af vörum heldur einnig til þess að framfylgja öryggisráðstöfunum, umhverfissjónarmiðum, neytendavernd, hugverkarétt, menningar- og náttúruvernd.
Lesa meiraVöruskoðun er afgreiðslueining tollgæslunnar er annast eftirlit og skoðun á ótollafgreiddri vöru. Tollgæslu er heimilt að skoða og rannsaka allar vörur sem fluttar eru til landsins, hvort sem um er að ræða vörur á farmskrá, póstflutning, farþegaflutning eða annað.
Lesa meiraSkatturinn sinnir eftirlitsskyldu með þáttum sem snúa að ýmsum öryggismálum og almannahagsmunum. Einkum snýr skylda hans að því að tryggja öryggi vöruflutninga og ótollafgreiddrar vöru sem og flutning upplýsinga með öruggum rafrænum hætti.
Lesa meiraFíkniefnaeftirliti er sinnt af tollgæslu með áhættustjórnun og með almennu eftirliti (tilviljanaúrtökum) s.s. skoðun á förum (flugvélum og skipum), farþegum, farangri, ökutækjum og vörusendingum.
Lesa meira