Fíkniefnayfirlit

Fíkniefnaeftirliti er sinnt af tollgæslu með áhættustjórnun og með almennu eftirliti (tilviljanaúrtökum) s.s. skoðun á förum (flugvélum og skipum), farþegum, farangri, ökutækjum og vörusendingum.

Til að sinna eftirlitinu hefur tollgæslan yfir ýmiss konar búnaði að ráða. Má þar helst nefna :

  • Röntgenbúnað s.s. stórvirkan gámaskanna, röntgenbifreið, ýmis röntgentæki.
  • Ýmis búnaður til greiningar á fíkniefnum.
  • Fíkniefnahundar sérþjálfaðir til að finna allar helstu tegundir fíkniefna.

Tollgæslan er í miklu samstarf við lögreglu og aðra aðila innan stjórnsýslunnar í tengslum við fíkniefnaeftirlit. Samstarfið gengur meðal annars út á samnýtingu búnaðar og mannafla. 

Upplýsingum um fíkniefni eða annan ólöglegan innflutning má koma til skila í gegnum eftirfarandi leiðir:

 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum