Jafnlaunavottun
Skatturinn hlaut þann 28. október 2020 jafnlaunavottun á Jafnlaunastaðalinn ÍST 85 sem staðfest hefur verið af Jafnréttisstofu. Jafnlaunavottun staðfestir að komið hafi verið upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Vottun Skattsins er í gildi frá 2020-2026.
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.