Auðkenning og umboð
Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig umboð eru veitt til að opna aðgang að Tollalínu og Veftollafgreiðslu í gegnum island.is.
Að skrá sig inn sem fyrirtæki
Prókúruhafar fyrirtækja og stofnanna geta skráð sig inn á Mínar síður fyrirtækis á island.is ef þeir eru skráðir prókúruhafar hjá Skattinum.
Ef þú sérð ekki fyrirtæki þar sem prókúrutengsl eru til staðar, vinsamlegast hafið samband við Skattinn .
- Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
- Skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að Skipta um notanda.
- Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Að veita öðrum aðgang að kerfi eða upplýsingum fyrirtækis
Prókúruhafar fyrirtækja og stofnanna eða starfsmenn sem fengið hafa umboð til aðgangsstýringar geta gefið öðrum aðgang fyrir hönd fyrirtækja eða opinberra aðila. Með þessum aðgangi geta starfsmenn séð ákveðnar upplýsingar fyrirtækis á Mínum síðum á island.is eða fengið aðgang að kerfum eins og Tollalínu eða Veftollafgreiðslu.
- Þú skráir þig inn sem fyrirtæki með því að skipta um notanda
- Velur Aðgangsstýring á forsíðu eða undir Yfirlit
- Smellir á Skrá nýtt umboð, Skráir kennitölu þess sem á að hafa réttindi, velur Skatturinn undir Aðgangsstýring
- Smellir á Velja réttindi, skráir gildistíma og hakar við það sem þú vilt veita réttindi að í listanum sem birtist t.d. Tollalínu og/eða veftollafgreiðslu
- Smellir á Skrá nýtt umboð og loks Staðfesta í glugganum sem birtist
Prókúruhafi veitir starfsmanni umboð til aðgangsstýringar
Prókúruhafar geta gefið einstaklingum umboð til aðgangsstýringar.
Prókúruhafinn veitir tvö umboð til þess aðila sem stýra á aðgangi annarra. Annarsvegar umboð til aðgangsstýringar og hinsvegar hvaða upplýsingum eða kerfum hann á að geta veitt aðgang að. Eftir það getur starfsmaðurinn gefið öðrum réttindi til að sjá upplýsingar fyrirtækisins af því sem hann sjálfur hefur aðgang að.
Prókúruhafi gefur aðgangsstýringarréttindi á eftirfarandi hátt:
- Þú skráir þig inn sem fyrirtæki með því að skipta um notanda
- Velur Aðgangsstýring á forsíðu eða undir Yfirlit
- Smellir á Skrá nýtt umboð, Skráir kennitölu þess sem á að hafa réttindi, velur Mínar síður Ísland.is undir Aðgangsstýring
- Smellir á Velja réttindi, skráir gildistíma og hakar við Aðgangsstýring neðst í listanum sem birtist
- Smellir á Skrá nýtt umboð og loks Staðfesta í glugganum sem birtist
Sá sem fær umboðið getur í kjölfarið skráð sig inn fyrir hönd fyrirtækisins og gefið öðrum aðgang að gögnum fyrirtækisins af því sem hann sjálfur hefur aðgang að. Hafi viðkomandi ekki haft aðgang að viðkomandi kerfum áður þarf prókúruhafi að veita annað umboð, sjá: Að veita öðrum aðgang ofar á þessari síðu.