Skuld - inneign
Á þjónustuvef Skattsins og á island.is getur þú skoðað stöðu þína hjá innheimtumanni ríkissjóðs. Á síðunni birtast upplýsingar um skatta og önnur gjöld sem innheimtumenn ríkissjóðs innheimta, þar birtast þó ekki upplýsingar um önnur sveitarsjóðsgjöld en útsvar (t.d. fasteignagjöld).
- Til auðkenningar inn á þjónustuvefinn má nota rafræn skilríki eða aðalveflykill Skattsins.
- Til að sjá greiðslustöðuna er smellt á tengilinn "Almennt" og síðan tengilinn "Innheimtumaður ríkissjóðs" og loks "Greiðslustaða þín núna". Einnig er hægt að nálgast þar greiðslustöðu í lok árs.
- Á vefnum eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að fá nýjan veflykil, hafi hann gleymst.
- Gjaldendur geta pantað skuldleysisvottorð í gegnum http://www.island.is/ og er vottorðið sent í pósthólf gjaldenda. Vottorðið má finna undir flokknum "Skatturinn" og heitinu "Skuldleysisvottorð einstaklingar" eða "Skuldleysisvottorð fyrirtæki". Einnig má finna þau með leit á síðunni. Sé gjaldandi ekki skuldlaus fær hann sent skuldayfirlit.
- Til auðkenningar inn á vefinn er notað rafrænt skilríki eða íslykill.
- Upplýsingar um hvernig hægt er að fá íslykil eða rafræn skilríki eru á innskráningarsíðunni.