Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

3.12.2024 : Kynning á áhersluatriðum ársreikningaskrár og Verðbréfaeftirlits Evrópu

Kynning á áhersluatriðum ársreikningaskrár og Verðbréfaeftirlits Evrópu var haldin þann 28. nóvember sl. Farið var yfir áhersluatriði í eftirliti. Upptaka af fundinum ásamt ítarefni er nú aðgengileg. 

Lesa meira

20.8.2024 : Frestur til að skila ársreikningi rennur út 31. ágúst nk.

Skilafrestur ársreikninga til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá er til 31. ágúst. Sérstök athygli er vakin á að sé ársreikningi ekki skilað tímanlega verður félagið sektað. Ársreikningum skal skilað með rafrænum hætti í gegnum þjónustuvef Skattsins.

Lesa meira

10.6.2024 : Kynning á skýrslu verðbréfaeftirlits Evrópu um niðurstöður eftirlitsaðila

Ársreikningaskrá Skattsins boðar til kynningarfundar miðvikudaginn 12. júní kl. 9:15 um niðurstöður eftirlitsaðila á evrópska efnahagssvæðinu með reikningsskilum útgefenda. Auk þess farið verður yfir eftirlit á Íslandi ásamt væntanlegu eftirliti með sjálfbærniskýrslum.

Lesa meira

18.1.2024 : Yfirlýsing ársreikningaskrár vegna birtingar upplýsinga sbr. ákvæði 8. gr. flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins

Með lögum nr. 25/2023, um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, voru ákvæði flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins nr. 2020/852 (EU Taxonomy) og reglugerð nr. 2019/2088 (SFDR) innleidd í íslenskan rétt.

Lesa meira

3.11.2023 : Kynning á áhersluatriðum ársreikningaskrár og Verðbréfaeftirlits Evrópu

Kynning á áhersluatriðum ársreikningaskrár og Verðbréfaeftirlits Evrópu verður þann 8. nóvember næstkomandi í húsnæði Skattsins að Katrínartúni 6 kl. 09:15 til 10:00. Fundinum verður einnig streymt fyrir þau sem kjósa það frekar.

Lesa meira


Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum