Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

7.4.2022 : Tilkynning um árleg skyldubundin skil ársreikninga og álagningu stjórnvaldssekta vegna vanskila

Áréttað er við forráðamenn félaga að skila ber ársreikningi eigi síðar en mánuði eftir að reikningurinn var samþykktur á aðalfundi viðkomandi félags, þó eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs.

Lesa meira

14.1.2022 : Framkvæmd ársreikningaskrár við gerð kröfu um slit félaga

Ársreikningaskrá hefur sett fram minnisblað um framkvæmd við gerð kröfu um slit félaga. Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir framkvæmd skrárinnar við gerð kröfu um slit félaga samanber ákvæði 121. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga.

Lesa meira

13.12.2021 : Yfirskattanefnd úrskurðar um fullnægjandi skil ársreiknings

Yfirskattanefnd kvað upp úrskurð 184/2021 í máli þar sem forsvarsmenn einkahlutafélags mótmæltu sektarákvörðun ársreikningaskrár, en sekt var lögð á félagið eftir að endurskoðuðum ársreikningi til opinberrar birtingar var ekki skilað innan tilskilins frests.

Lesa meira

9.11.2021 : Áhersluatriði í eftirliti með félögum sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS)

Eftirlit ársreikningaskrár með félögum sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) við gerð reikningsskila sinna mun í samráði við Verðbréfaeftirlit Evrópu (European Securities and Markets Authority) beinast að eftirfarandi þáttum:

Lesa meira

21.7.2020 : Yfirlýsing frá Verðbréfaeftirliti Evrópu um reikningshaldslega meðhöndlun á tilslökunum leigusala vegna kórónuveirufaraldurins

Alþjóðlega reikningsskilaráðið (IASB) birti í maí síðastliðnum breytingu á staðlinum IFRS 16: Leigusamningar, um tilslakana frá leigusölum vegna COVID-19. IASB tók fram að breytingin myndi gildi frá og með 1. júní 2020. Breytingin hefur ekki verið lögfest á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) af hálfu Evrópusambandsins eða verið samþykkt af EFTA.

Lesa meira


Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum