Kynning á áhersluatriðum ársreikningaskrár og Verðbréfaeftirlits Evrópu

3.11.2023

Kynning á áhersluatriðum ársreikningaskrár og Verðbréfaeftirlits Evrópu verður þann 8. nóvember næstkomandi í húsnæði Skattsins að Katrínartúni 6 kl. 09:15 til 10:00. Fundinum verður einnig streymt fyrir þau sem kjósa það frekar.

Glærur af kynningarfundi

Upptaka af kynningarfundi (opnast á youtube.com)

Verðbréfaeftirlit Evrópu birti þann 25. október áhersluatriði í eftirliti með reikningsskilum útgefenda í kauphöllum. Ársreikningaskrá hefur einnig birt áhersluatriði í eftirliti fyrir þau félög sem fara eftir ársreikningalögum við samningu ársreiknings síns. 

Áhersluatriðin ná yfir þau svið reikningsskilanna þar sem talið er að mestra úrbóta sé þörf og eru birt til upplýsinga fyrir stjórnendur, endurskoðendur og aðra sem að gerð reikningsskila koma. Ársreikningaskrá hvetur þá aðila sem að gerð og staðfestingu reikningsskila koma til að kynna sér efni þeirra.

Áhersluatriði ársreikningaskrár

Áhersluatriði Verðbréfaeftirlits Evrópu

Ítarefni

Hér að neðan eru skýrslur og fleira efni fjallað var um í kynningunni.

ESMA Progress Report on Greenwashing

IASB Effects of Climate Related Matters on Financial Statements

ESMA Results of a Fact-Finding Exercise on Corporate Reporting Practices under the Taxonomy Regulation

ESMA The Heat is On - Report on Disclosures of Climate-Related Matters in the Financial Statements


Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum