Gagnaskil, vefþjónusta
Skatturinn rekur kerfi, sem kallað er Gagnaskil, til móttöku á upplýsingum frá launagreiðendum, hlutafélögum og öðrum sem ber að skila upplýsingum um þriðja aðila . Kerfið þjónar skilaskyldum aðilum. Hér fylgir lýsing á uppbyggingu XML skjala ásamt dæmum og högun vefþjónustu sem tekur við upplýsingum úr kerfum sendenda.
Á þjónustusíðu Skattsins (skattur.is) er notendaviðmót þar sem hægt er að handskrá upplýsingarnar og lesa inn XML skjöl.
Þegar Gagnaskilakerfið var tekið í notkun árið 2003 bauð það upp á innlestur upplýsinga með textaskrá. Enn er hægt að nýta þessa leið við skil á upplýsingum en hún hefur ýmsar takmarkanir og gera má ráð fyrir að hún verði útleidd fljótlega.
Kerfislýsing
Upplýsingum sem skila á er skipt upp í einingar eftir því hvaða upplýsingum verið er að skila og er sérstakt XML skjal skilgreint fyrir hverja tegund upplýsinga. Vefþjónustan tekur við XML skjölum, vinnur úr þeim og villuprófar og skilar niðurstöðu úr vinnslunni. Högun vefþjónustunnar er byggð á WCF (Windows Communication Foundation). Hugbúnaðarframleiðendur geta notað XML sniðin (schema) til að sannreyna gögnin áður en þau eru send. XML skjölin eru alltaf sannreynd við hlutaðeigandi XML snið (schema) við innlestur. Ef skjalið stenst ekki þessa prófun er sendingunni hafnað og villuboðum skilað. Ef skjalið er í lagi er það sent í regluprófun sem framkvæmir prófanir á móti gögnum Skattsins. Standist gögnin hana er sendingin staðfest, kvittun búin til og gögnin vistuð í kerfinu. Að öðrum kosti eru villuboð send til baka. Aðgangi að skilum er stjórnað með veflyklum fyrir hvern aðila og einungis er tekið við gögnum frá viðurkenndum tölvukerfum. Jafnframt eru takmarkanir á því hvaða tegundum af upplýsingum hver aðili getur skilað. Til dæmis geta einstaklingar eðlilega ekki skilað hlutafjárupplýsingum.
Lýsingin inniheldur sérstakan kafla fyrir hverja tegund upplýsinga sem hægt er að skila ásamt slóð á XML snið (schema) og dæmi.
Í kerfinu er boðið upp á skil á fleiri tegundum upplýsinga en hér er lýst. Þetta eru sérstakar upplýsingar sem einungis einn eða örfáir aðilar skila og þar með ekki talin ástæða til að birta tæknilýsingu fyrir þær á vefnum.
Vefþjónustur
Hugbúnaðarframleiðendur geta nýtt sér prófunarumhverfi Skattsins
við þróun skila úr tölvukerfum í gegnum vefþjónustu. Áður en hægt er að hefja
prófanir þarf Skatturinn að úthluta kerfisheiti, í samráði við
hugbúnaðarframleiðandann, sem auðkennir hlutaðeigandi hugbúnað. Venjulega þarf
einnig að útbúa veflykil til notkunar í prófunarumhverfinu. Algengast er að
hugbúnaðarframleiðendur noti sína eigin kennitölu í prófunum.
Slóðin á prófunarumhverfi vefþjónustunnar er https://vefurp.rsk.is/ws/Gagnaskil/GagnaskilService.svc
Þegar prófunum er lokið og kerfi hugbúnaðarframleiðanda tilbúið til notkunar í rekstri er kerfisheitið stofnað þar. Slóðin á Gagnaskilakerfið í rekstri er https://vefur.rsk.is/ws/Gagnaskil/GagnaskilService.svc
Dæmi um kall í vefþjónustu
string address = "https://vefurp.rsk.is/ws/Gagnaskil/GagnaskilService.svc" // Prófun
string address = "https://vefur.rsk.is/ws/Gagnaskil/GagnaskilService.svc" // Rekstur
using (Gagnaskil.GagnaskilServiceClient gs = new Gagnaskil.GagnaskilServiceClient("BasicHttpBinding_IGagnaskilService",
address))
{
XmlDocument xmlDoc.Load(FileLoc);
Gagnaskil.StadfestaKlasi svar = new SendaXML.Gagnaskil.StadfestaKlasi();
svar = gs.Senda(xmlDoc.DocumentElement);
// Hér á eftir er athugað hvort sendingin hafi tekist og villu- og
athugasemdalisti birtur
}
Aðgerðir
Hér er lýsing á þeim aðgerðum sem vefþjónustan býður upp á:
Aðgerð | Lýsing aðgerðar |
---|---|
Senda | Senda inn xml skrár til RSK. Hér er xml skjalið sent inn sem XmlNode. |
Villuprofa | Senda inn xml skrár til RSK til villuprófunar. Hér er xml skjalið sent inn sem XmlNode og villuprófað. |
SaekjaStoduSkila | Sækir númer sendinga og stöðu skila á sendingum sem hefur verið skilað, í vinnslu og eytt. |
SaekjaSamtoluSendingar | Sækir samtölur pr. sendingu eftir launagreiðanda. |
SaekjaPrentskra | Sækir prentskrá sendingar sem búið er að skila. |
SaekjaHeildarSamtoluLaunagreidanda | Sækir heildarsamtölur launagreiðanda. |
SaekjaAritadarBifreidar | Sækja lista af forskráðum bifreiðum eftir kennitölu og tekjuári. |
Villuprófanir og uppbygging
Uppbygging XML skjala
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá myndrænt hvernig XML skjölin eru byggð upp. Heiti skjalsins er mismunandi eftir miðategundum og má finna í kafla hlutaðeigandi miðategundar.
Fremst í skjalinu kemur auðkenning sem samanstendur af kennitölu launagreiðanda/sendanda ásamt veflykli. Þá koma nokkrar stýribreytur sem segja til um hvað skal gera. Næsti kafli heitir Midi og hefur eigindina (attribute) id sem inniheldur hlaupandi númer fyrir miðana sem kaflinn inniheldur. Hverri tegund miða er lýst í sérstökum kafla. Að lokum kemur samtölukafli. Hér má finna dæmi um XML skjal.
Sameiginleg svæði
Hér er yfirlit yfir þau svæði sem er sameiginleg fyrir alla miða ásamt lýsingu á þeim prófunum sem fara fram til að sannreyna XML skjölin. Öll upphæðasvæði eru sannreynd með TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra.
Neðst í listanum hér að neðan kemur yfirkaflinn Midi ásamt eigindinni id. Fyrsta svæðið í þessum kafla er Kennitala sem er alltaf fyrsta stak kaflans. Önnur stök eru mismunandi eftir tegund miða.
XML heiti | Heiti reits | Nánari lýsing og villuprófanir | |
---|---|---|---|
KennitalaLaunagreidanda | Kennitala launagreiðanda. | TegKennitala:. Svæðið verður að vera útfyllt og 10 stafir að lengd. | |
Tekjuar | Tekjuár. | TegNum_4. Svæðið verður að vera útfyllt og á forminu ÁÁÁÁ og verður að vera 4 stafir. | |
Veflykill | Veflykill frá RSK til aðgangsstýringar. | TegString_6_10. Svæðið verður að vera útfyllt og verður að vera 6 til 10 stafir á lengd. | |
Tegund | Tegund sendingar. | Leyfileg gildi eru: Beint: Skil í vefþjónustu Vefur: Skil af vef. RSK: Skil úr forriti RSK |
|
Adgerd | Aðgerð. | Leyfileg gildi eru: Nyskra: Nýskráning. Breyta: Verið er að breyta eða leiðrétta fyrri sendingu. Tilgreina verður bunkanúmer þegar þessi aðgerð er notuð. BreytaMida: Einungis fyrir Tryggingastofnun ríkisins enn sem komið er. |
|
Bunkanumer | Bunkanúmer. | Ef aðgerð er Breyta þarf að setja inn bunkanumer | |
TilForskraningar | Til áritunar. | Ef á að nota launamiðaskrána til áritunar á framtal (J). Þetta svæði skal hafa gildið J í öllum venjulegum sendingum. | |
ForritUtgafa | Útgáfustrengur forrits sendanda | Nafn og útgáfunúmer upprunaforrits t.d. LaunakerfiX 1.0. RSK úthlutar þessum streng, ekki er hægt að senda inn miða nema réttur strengur sé skilgreindur. | |
Midi | Yfirkafli með eigindinni id. | Eigindin (attribute) id inniheldur hlaupandi númer miðanna, það byrjar á 1 og endar oftast á sama númeri og fjöldi miðanna er. | |
Kennitala | Kennitala launamanns/móttakanda. | TegKennitala:. Svæðið verður að vera útfyllt og 10 stafir að lengd. |
Launamiði
Allir geta skilað launamiðum. Þeir innihalda upplýsingar um greiðslur launagreiðanda til launþega. Þeir eru einnig notaðir til að gera grein fyrir húsaleigugreiðslum, hlunnindum og fleiru. Reitir 210 og 220 eru nýir frá og með framtali 2012.
Heiti XML skjals: Launamidaskra. Sjá dæmi.
XML snið (schema).
Reitur | Heiti reits | XML heiti | Kafli/reitur á framtali |
---|---|---|---|
02 | Launatekjur og starfstengdar greiðslur. | Laun | Kafli 2.1 reitur 21. |
03 | Lífeyrissjóðsiðgjald til frádráttar. | IdgjaldSameignasjodur | Kafli 2.6 reitur 162. |
IdgjaldSameignasjodur er yfirkafli sem inniheldur svæðin Fjarhaed, NumerLifeyrissjods og KennitalaLifeyrissjods. Tilgreina þarf öll svæðin þegar lífeyrissjóðsiðgjald er tilgreint. | |||
04 | Hlutabréfakaup á undirverði (mismunur á gangverði og afhendingarverði). |
HlutabrefUndirverd | Kafli 2.2 reitur 135, önnur hlunnindi. Sjá einnig reiti 211 og 212. |
05 | Þar af laun v/fiskveiða. | LaunVegnaSjomennsku | Sett á sundurliðunarblað. Sá hluti launa sem er greiddur vegna fiskveiða. Þetta er þar af fjárhæð og má þar af leiðandi ekki vera hærri en Laun (reitur 2). |
08 | Númer lífeyrissjóðs. | Sett á sundurliðunarblað. Þessi reitur er einungis tilgreindur í eldri textaskrá. | |
09 | Styrkir til náms, rannsóknar- og vísindastarfa. | StyrkirNamRannsoknir | Kafli 2.3 reitur 131. |
11 | Endurgreiddur útlagður kostnaður. | EndurgrUtlagdurKostnadur | Ekki áritað. |
EndurgrUtlagdurKostnadur er yfirkafli sem inniheldur svæðin Fjarhaed og Skyring. Bæði svæðin verða að vera útfyllt. | |||
16 | Ökutækjastyrkur. Heildar fjárhæð ökutækjastyrks. |
Okutaekjastyrkur | Kafli 2.2 reitur 22. |
17 | Dagpeningar. Heildar fjárhæð dagpeninga. |
Dagpeningar | Kafli 2.2 reitur 23. |
19 | Sjúkradagpeningar. | Sjukradagpeningar | Kafli 2.3: Annað, hvað? |
26 | Skattfrjálsir vinningar í happdrættum, getraunum og talnaleikjum. | SkattfrjalsVerdlaunHappdr | Kafli 2.9 reitur 597. |
27 | Fatahlunnindi. | Fatahlunnindi | Kafli 2.2 reitur 135: Önnur hlunnindi, hvaða? |
28 | Húsnæðishlunnindi. | Husnaedishlunnindi | Kafli 2.2 reitur 135: Önnur hlunnindi, hvaða? |
32 | Skattskyldir vinningar í happdrættum, getraunum og talnaleikjum. | SkattskyldVerdlaunHappdr | Kafli 2.3: Annað, hvað? |
33 | Fæðishlunnindi. | Faedishlunnindi | Kafli 2.2 reitur 135: Önnur hlunnindi, hvaða? |
34 | Önnur hlunnindi. | OnnurHlunnindi | Kafli 2.2 reitur 135: Önnur hlunnindi, hvaða? |
OnnurHlunnindi er yfirkafli sem inniheldur svæðin Fjarhaed og Skyring. Bæði svæðin verða að vera útfyllt. | |||
35 | Greiðslur frá alþjóðastofnunum og staðaruppbót diplómata. | AlthjodastofnanirStadaruppbot | Kafli 2.3: Annað, hvað? |
56 | Endurgjald til höfunda, rétthafa o.fl. | EndurgjaldHofundaRetthafa | Kafli 2.3: Annað, hvað? Höfundarréttargreiðslum til einstaklinga ásamt staðgreiðslu af þeim skal skila í reiti 230 og 231. |
57 | Verkfallsstyrkur. | Verkfallsstyrkur | Kafli 2.3: Annað, hvað? |
58 | Björgunarlaun. | Bjorgunarlaun | Kafli 2.3: Annað, hvað? |
59 | Skaðabætur og vátryggingafé. | SkadabaeturVatryggingafe | Kafli 2.3: Annað, hvað? |
60 | Bifreiðahlunnindi. | Bifreidahlunnindi | Kafli 2.2 reitur 134. |
Bifreidahlunnindi er yfirkafli sem inniheldur svæðið Fjarhaed og gefur möguleika á undirkaflanum BifreidahlunnindiNanar. Fylla verður út Fjarhaed en undirkaflanum má sleppa. Finna má lýsingu á honum í XML sniði (schema) og í dæmi um launamiða. | |||
61 | Styrkir og styrktarfé. | StyrkirStyrktarfe | Kafli 2.3: Annað, hvað? |
63 | Greitt iðgjald vegna viðbótarlífeyrissparnaðar. | IdgjaldSereignasjodur | Kafli 2.6 reitur 160. |
IdgjaldSereignasjodur er yfirkafli sem inniheldur svæðin Fjarhaed, NumerLifeyrissjods og Kennitalalifeyrissjods. Tilgreina þarf öll svæðin þegar viðbótar lífeyrissjóðsiðgjald er tilgreint. | |||
64 | Númer séreignarlífeyrissjóðs. | Sett á sundurliðunarblað. Þessi reitur er einungis tilgreindur í eldri textaskrá | |
65 | Heildartekjur af útleigu eigna. | Leigutekjur | Ekki áritað. Færist í kafla 3.7 reit 521. |
66 | Jöfnunarstyrkur. | Jofnunarstyrkur | Kafli 2.9 reitur 73. |
71 | Afdregin staðgreiðsla. | Stadgreidsla | Kafli 2.10 reitur 296. |
73 | Þar af ökutækjastyrkur utan staðgreiðslu. Heildar fjárhæð ökutækjastyrks er í reit 16. |
OkutaekjastyrkurUtanStadgreidslu | Ekki áritað. Má ekki vera hærri en Okutaekjastyrkur (reitur 16). |
74 | þar af dagpeningar utan staðgreiðslu. Heildar fjárhæð dagpeninga er í reit 17. |
DagpeningarUtanStadgreidslu | Ekki áritað. Má ekki vera hærri en Dagpeningar (reitur 17.) |
82 | Aðrar skattskyldar greiðslur. | AdrarSkattskyldarGreidslur | Kafli 2.3: Annað, hvað? |
AdrarSkattskyldarGreidslur er yfirkafli sem inniheldur svæðin Fjarhaed og Skyring. Bæði svæðin verða að vera útfyllt. | |||
83 | Ráðningardagar. | Radningardagar | Sett á sundurliðunarblað. Má ekki vera hærri en dagafjöldi tekjuárs (365 eða 366). |
87 | Sjómannadagar. | Logskraningardagar | Sett á sundurliðunarblað. Má ekki vera hærri en dagafjöldi tekjuárs (365 eða 366). |
93 | Aðrar skattfrjálsar greiðslur. | AdrarSkattfrjalsarGreidslur | Kafli 2.9 reitur 73. |
AdrarSkattfrjalsarGreidslur er yfirkafli sem inniheldur svæðin Fjarhaed og Skyring. Bæði svæðin verða að vera útfyllt. | |||
149 | Frádráttur á móti náms-, rannsóknar- og vísindastyrk | Fradrattur_Styrkur | Færist í reit 149 í kafla 2.6 á framtali. |
210 | Arður greiddur sem laun. | GreiddurArdurSemLaun | Kafli 2.3 reitur 107. |
211 | Nafnverð hlutabréfa á undirverði. |
NafnverdUndirverdi |
Gerð er krafa um dagsetningu viðskiptanna þegar reitur 211 er skráður. Skilað með reit 04. |
212 | Kaupverð hlutabréfa á undirverði. |
KaupverdUndirverdi | Skilað með reit 04. |
220 | Stjórnarlaun. | Stjornarlaun | Kafli 2.1 reitur 21. |
230 | Fjármagnstekjuskattsskyldar höfundarréttargreiðslur. Einungis greiðslur til einstaklinga. |
FtskSkyldarHofrgr | Kafli 3.10 reitur 532 Skal stemma við skil fjármagnstekjuskatts. |
231 | Afdregin staðgreiðsla af höfundarréttargreiðslum til einstaklinga. |
StgrFtskAfHofrgr | Kafli 3.10 reitur 531 Skal stemma við skil fjármagnstekjuskatts. |
405 | Íþrótta- og líkamsræktarstyrkur | IthrottaStyrkur | Kafli 2.3. |
410 | Samgöngustyrkur | Samgongustyrkur | Kafli 2.3. |
Verktakamiði
Allir geta skilað verktakamiðum. Þeir innihalda einungis eitt atriði, verktakagreiðslur. Athugið að upphæðin er heildargreiðsla til verktaka með virðisaukaskatti.
Heiti XML skjals: Verktakamidi. Sjá dæmi.
XML snið (schema).
Númer | Heiti reits | XML heiti | Kafli/reitur á framtali |
---|---|---|---|
06 | Verktakagreiðslur með virðisaukaskatti. | Verktakagreidsla | Eyðublað RSK 1.04, RSK 4.10 eða RSK 4.11. |
Þegar skilað er upplýsingum um verktakagreiðslur erlendra aðila sem ekki hafa íslenska kennitölu skal fylla út undirkaflann ErlendurAdili. Þá skal setja gildið 9999999999 í kennitölu.
Svæðisheiti | Lýsing svæðis | Villuprófun |
---|---|---|
Nafn | Nafn erlends aðila. | TegString_1_70. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 70 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur. |
Tin | Skattkennitala, TIN (Tax Identification Number) eins og hún er gefin út í heimalandi viðskiptamanns. | TegString_1_20. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 20 stafir á lengd. Stakinu má sleppa. |
Gata | Heiti götu og húsnúmer og/eða heiti húss. | TegString_1_70. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 70 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur. |
Borg | Borg eða bær ásamt póstnúmeri. Póstnúmer kemur ýmist á undan eða eftir borg eða bæ. Gert er ráð fyrir að það sé skrá með sama hætti og tíðkast í heimalandinu. Dæmi: Bristol BS9 3BH, 21228 Malmö. | TegString_1_35. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 35 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur. |
Fylki | Hér má tilgreina hérað, sýslu eða fylki eða nýta þetta svæði ef heimilisfang er mjög langt. | TegString_1_35. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 35 stafir á lengd. Stakinu má sleppa. |
Land | Hér skal setja tveggja stafa landkóða heimilisfesturíkis viðskiptamanns samkvæmt staðli ISO 3166. | TegLandKodi: Stakið verður að innihalda gildan landkóða. Stakið verður að vera til staðar. |
Fjármagnstekjumiði
Þeir sem eru á skilaskrá fjármagnstekjuskatts geta skilað fjármagnstekjumiða. Þessi miði er nýr vegna framtals 2012. Þeir aðilar sem hafa greitt fjármagnstekjur skulu skila þessum miða og tilgreina þar sundurliðun fyrir þá aðila sem hafa móttekið þær.
Heiti XML skjals: Fjarmagnstekjuskra. Sjá dæmi.
XML snið (schema).
Númer | Heiti reits | XML heiti | Kafli/reitur á framtali |
---|---|---|---|
310 | Vaxtatekjur, þar með taldir dráttarvextir. | FjarmagnstekjurVextir | Kafli 3.3, reitur 36. |
311 | Afdregin staðgreiðsla af vaxtatekjum. | FjarmagnstekjurStadgreidsla | Kafli 3.3, reitur 302. |
312 | Eftirstöðvar. | FjarmagnstekjurEftirstodvar | Kafli 3.3, reitur 02. |
Þegar skilað er upplýsingum um fjármagnstekjur erlendra aðila sem ekki hafa íslenska kennitölu skal fylla út undirkaflann ErlendurAdili. Þá skal setja gildið 9999999999 í kennitölu.
Svæðisheiti | Lýsing svæðis | Villuprófun |
---|---|---|
Nafn | Nafn erlends aðila. | TegString_1_70. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 70 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur. |
Tin | Skattkennitala, TIN (Tax Identification Number) eins og hún er gefin út í heimalandi viðskiptamanns. | TegString_1_20. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 20 stafir á lengd. Stakinu má sleppa. |
Gata | Heiti götu og húsnúmer og/eða heiti húss. | TegString_1_70. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 70 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur. |
Borg | Borg eða bær ásamt póstnúmeri. Póstnúmer kemur ýmist á undan eða eftir borg eða bæ. Gert er ráð fyrir að það sé skrá með sama hætti og tíðkast í heimalandinu. Dæmi: Bristol BS9 3BH, 21228 Malmö. | TegString_1_35. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 35 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur. |
Fylki | Hér má tilgreina hérað, sýslu eða fylki eða nýta þetta svæði ef heimilisfang er mjög langt. | TegString_1_35. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 35 stafir á lengd. Stakinu má sleppa. |
Land | Hér skal setja tveggja stafa landkóða heimilisfesturíkis viðskiptamanns samkvæmt staðli ISO 3166. | TegLandKodi: Stakið verður að innihalda gildan landkóða. Stakið verður að vera til staðar. |
Hlutafjármiði
Einungis hlutafélög, einkahlutafélög og Evrópufélög geta skilað hlutafjármiðum.
Heiti XML skjals: Hlutafjarmidaskra. Sjá dæmi.
XML snið (schema).
Reitur | Heiti reits | XML heiti | Kafli/reitur á framtali |
---|---|---|---|
36 | Dagsetning arðgreiðslu. | DagsArdgreidslu | Í textaskrá skal þetta svæði innihalda dagsetningu í forminu ÁÁÁÁMMDD, XML skjal skal innihalda gilda dagsetningu. Þessu svæði má sleppa ef arður er ekki tilgreindur. Ef arður er tilgreindur verður svæðið að vera til staðar. |
76 | Útgefin jöfnunarhlutabréf. | Jofnunarhlutabref | Eyðublað 3.19 Hér skal tilgreina útgefin jöfnunarhlutabréf á árinu. |
77 | Hlutafjáreign í árslok. | Hlutafe | Eyðublað 3.19 og kafli 3.5 Hér skal tilgreina nafnverð hlutabréfa í eigu hluthafa í árslok. |
78 | Greiddur arður á árinu (heild). | Ardur | Eyðublað 3.19 og kafli 3.5 Hér skal tilgreina heildarfjárhæð arðs á árinu. Ekki skal draga staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts frá arði. |
79 | Staðgreiðsla af arði. | Stadgreidsla | Eyðublað 3.19 og kafli 3.5 Hér skal tilgreina staðgreiðslu sem dregin var af greiddum arði á árinu. Athugið að hér á ekki að tilgreina staðgreiðslu af þeim hluta arðs sem talinn er sem laun. |
Þegar skilað er upplýsingum um hlutafé erlendra aðila sem ekki hafa íslenska kennitölu skal fylla út undirkaflann ErlendurEigandi. Þá skal setja gildið 9999999999 í kennitölu.
Svæðisheiti | Lýsing svæðis | Villuprófun |
---|---|---|
Nafn | Nafn erlends aðila. | TegString_1_70. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 70 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur. |
Tin | Skattkennitala, TIN (Tax Identification Number) eins og hún er gefin út í heimalandi viðskiptamanns. | TegString_1_20. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 20 stafir á lengd. Stakinu má sleppa. |
Gata | Heiti götu og húsnúmer og/eða heiti húss. | TegString_1_70. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 70 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur. |
Borg | Borg eða bær ásamt póstnúmeri. Póstnúmer kemur ýmist á undan eða eftir borg eða bæ. Gert er ráð fyrir að það sé skrá með sama hætti og tíðkast í heimalandinu. Dæmi: Bristol BS9 3BH, 21228 Malmö. | TegString_1_35. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 35 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur. |
Fylki | Hér má tilgreina hérað, sýslu eða fylki eða nýta þetta svæði ef heimilisfang er mjög langt. | TegString_1_35. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 35 stafir á lengd. Stakinu má sleppa. |
Land | Hér skal setja tveggja stafa landkóða heimilisfesturíkis viðskiptamanns samkvæmt staðli ISO 3166. | TegLandKodi: Stakið verður að innihalda gildan landkóða. Stakið verður að vera til staðar. |
Stofnfjármiði
Stofnfjármiðar eru einungis fyrir sparisjóði.
Heiti XML skjals: Stofnfjarmidaskra. Sjá dæmi.
XML snið (schema).
Reitur | Heiti reits | XML heiti | Kafli/reitur á framtali |
---|---|---|---|
36 | Dagsetning arðgreiðslu. | DagsArdgreidslu | Í textaskrá skal þetta svæði innihalda dagsetningu í forminu ÁÁÁÁMMDD, XML skjal skal innihalda gilda dagsetningu. Þessu svæði má sleppa, ef því er sleppt er dagsetningin 31.12. tekjuárs sett í gagnagrunn. |
80 | Endurmat stofnfjár. | Endurmat | Eyðublað 3.19 |
81 | Stofnfjáreign í árslok. | Stofnfe | Eyðublað 3.19 og kafli 3.5 |
84 | Greiddur arður. | Ardur | Eyðublað 3.19 og kafli 3.5 |
86 | Staðgreiðsla af arði. | Stadgreidsla | Eyðublað 3.19 og kafli 3.5 |
Stofnsjóðsmiði
Stofnsjóðsmiðar samvinnufélaga (kaupfélaga). Frá og með tekjuárinu 2013 skulu sameignarfélög og samlagsfélag einnig skila þessum miða. Heiti XML skjals: Stofnsjodsmidaskra.
XML snið (schema).
Reitur | Heiti reits | XML heiti | Kafli/reitur á framtali |
---|---|---|---|
13 | Greiddur arður af viðskiptum. | Ardur | kafli 3.3 |
14 | Staðgreiðsla af arði af stofnsjóðseign | Stagr_stofnsjodseign | Kafli 3.3 |
15 | Greiddir vextir af stofnfé. | Vextir | Kafli 3.3 |
20 | Staðgreiðsla af vöxtum. |
Stadgreidsla | Kafli 3.3 |
23 | Stofnfjáreign í árslok. |
Stofnsjodur | kafli 3.3 |
24 | Tekjuafgangur lagður í stofnsjóð. | TekjuafgangurIStofnsjod | Kafli 3.3 |
36 | Dagsetning arðgreiðslu. | DagsArdgreidslu | Í textaskrá skal þetta svæði innihalda dagsetningu í forminu ÁÁÁÁMMDD, XML skjal skal innihalda gilda dagsetningu. Þessu svæði má sleppa, ef því er sleppt er dagsetningin 31.12. tekjuárs sett í gagnagrunn. |
55 |
Tekjuafgangur greiddur á árinu. | TekjuafgangurGreiddur | Kafli 3. |
320 |
Úttekt af höfuðstól. |
UttektAfHofudstol |
Atvinnuleysistryggingasjóður
Sérstök tegund er útfærð fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð og deildir hans. Óþarft er að útfæra þessa tegund hjá öðrum aðilum. Einungis er tekið við gögnum af þessari tegund frá Atvinnuleysistryggingasjóði og deildum hans.
Heiti XML skjals: Atvinnuleysisbotaskra. Sjá dæmi.
XML snið (schema).
Reitur | Heiti reits | XML heiti | Kafli/reitur á framtali |
---|---|---|---|
03 | Lífeyrissjóðsiðgjald. | IdgjaldSameignasjodur | Kafli 2.6 reitur 162. |
IdgjaldSameignarsjodur er yfirkafli sem inniheldur svæðin Fjarhaed, NumerLifeyrissjods og Kennitalalifeyrissjods. Tilgreina þarf öll svæðin þegar lífeyrissjóðsiðgjald er tilgreint. | |||
54 | Atvinnuleysisbætur. | Atvinnuleysisbaetur | Kafli 2.3, reitur 163. |
63 | Greitt iðgjald vegna viðbótarlífeyrissparnaðar. | IdgjaldSereignasjodur | Kafli 2.6 reitur 160. |
IdgjaldSereignasjodur er yfirkafli sem inniheldur svæðin Fjarhaed, NumerLifeyrissjods og Kennitalalifeyrissjods. Tilgreina þarf öll svæðin þegar viðbótar lífeyrissjóðsiðgjald er tilgreint. | |||
71 | Afdregin staðgreiðsla. | Stadgreidsla | Kafli 2.10 reitur 296. |
Lífeyrissjóðamiði
Þessi tegund er fyrir skil á gögnum sem einungis geta komið frá lífeyrissjóðum og koma ekki fram í launamiðategundinni. Einungis lífeyrissjóðir geta skilað lífeyrissjóðamiðum.
Heiti XML skjals: Lifeyrissjodaskra. Sjá dæmi.
XML snið (schema).
Reitur | Heiti reits | XML heiti | Kafli/reitur á framtali |
---|---|---|---|
10 | Lífeyrisgreiðslur úr séreignarsjóðum. | GreiddurSereignarsparnadur | Kafli 2.3 reitur 140. |
21 | Greiðslur úr lífeyrissjóðum. | Lifeyrisgreidslur | Kafli 2.3 reitur 43. |
31 | Sérstök útborgun séreignarsparnaðar. | SerstokUtborgunSereign | Kafli 2.3 reitur 143. |
51 | Lífeyrisgreiðslur með börnum | LifeyrisgreidslurBorn | Kafli 2.3 reitur 43. |
71 | Afdregin staðgreiðsla. | Stadgreidsla | Kafli 2.10 reitur 296. |
145 | Lífeyrisgreiðslur úr sérstökum séreignarsjóðum | Lifeyrisgr_SerstSereign | Kafli 2.3, reitur 145 |
Sveitarfélög
Þessi tegund er fyrir skil á gögnum sem einungis geta komið frá sveitarfélögum.
Heiti XML skjals: Sveitarfelagaskra. Sjá dæmi.
XML snið (schema).
Reitur | Heiti reits | XML heiti | Kafli/reitur á framtali |
---|---|---|---|
03 | Lífeyrissjóðsiðgjald. | IdgjaldSameignasjodur | Kafli 2.6 reitur 162. |
IdgjaldSameignarsjodur er yfirkafli sem inniheldur svæðin Fjarhaed, NumerLifeyrissjods og Kennitalalifeyrissjods. Tilgreina þarf öll svæðin þegar viðbótar lífeyrissjóðsiðgjald er tilgreint. | |||
62 | Félagsleg aðstoð. | FelagslegAdstodSvfe | Kafli 2.3 reitur 197. |
63 | Greitt iðgjald vegna viðbótarlífeyrissparnaðar. | IdgjaldSereignasjodur | Kafli 2.3 reitur 43. |
IdgjaldSereignasjodur er yfirkafli sem inniheldur svæðin Fjarhaed, NumerLifeyrissjods og Kennitalalifeyrissjods. Tilgreina þarf öll svæðin þegar viðbótar lífeyrissjóðsiðgjald er tilgreint. | |||
67 | Húsaleigubætur. | Husaleigubaetur | Kafli 2.9 reitur 73. |
71 | Afdregin staðgreiðsla. | Stadgreidsla | Kafli 2.10 reitur 296. |
72 | Bætur og styrkir sveitarfélaga. | BaeturStyrkirSvfe | Kafli 2.3 reitur 197. |
Almannaheillafélög
Eingöngu lögaðilar á almannaheillaskrá geta skilað þessum upplýsingum. Um er að ræða upplýsingar um mótteknar gjafir/framlög til almannaheillafélagsins (kennitala greiðanda og fjárhæð gjafar/framlags), hvort heldur sem gefandinn er einstaklingur eða lögaðili.
Heiti XML skjals: Almannaheillaskra. Sjá dæmi.
XML snið (schema)
Reitur | Heiti reits | XML heiti | Kafli/reitur á framtali |
---|---|---|---|
155 | Almannaheillafélög | Almannaheillastyrkur | Kafli 2.6 reitur 155 |
Tryggingafélög
Þessi tegund er fyrir skil á bótagreiðslum frá tryggingafélögum og staðgreiðslu þeim tengdum.
Heiti XML skjals: Tryggingafelog. Sjá dæmi.
XML snið (schema).
Reitur | Heiti reits | XML heiti | Kafli/reitur á framtali |
---|---|---|---|
69 | Skattskyldar greiðslur. | TryggingafelogSkattskylt | Kafli 2.3: Annað, hvað? |
71 | Afdregin staðgreiðsla. | Stadgreidsla | Kafli 2.10 reitur 296. |
89 | Skattfrjálsar greiðslur | TryggingafelogOskattskylt | Kafli 2.9, Reitur 73. |
Tryggingastofnun
Þessi gagnategund er einungis til nota fyrir Tryggingastofnun ríkisins.
Heiti XML skjals: TRMidaskra. Sjá dæmi.
XML snið (schema).
Reitur | Heiti reits | XML heiti | Kafli/reitur á framtali |
---|---|---|---|
47 | Þar af skattskylt utan staðgreiðslu. | TRUtanStadgreidslu | |
48 | Skattskyldar greiðslur. | TRSkattskylt | Kafli 2.3 reitur 40. |
53 | Skattfrjálsar greiðslur | TRSkattfrjalst | Kafli 2.9 reitur 596. |
71 | Afdregin staðgreiðsla. | Stadgreidsla | Kafli 2.10 reitur 296. |
Bifreiðahlunnindi
Þessi tegund er fyrir skil á upplýsingum um bifreiðahlunnindi vegna afnota starfsmanna á bifreiðum vinnuveitenda. Heiti XML skjals: Bifreidahlunnindaskra. Sjá dæmi.
XML snið (schema).
Bifreiðahlunnindamiðar eru öðruvísi uppbyggðir en venjulegir launamiðar vegna þess að þeir innihalda, auk fjárhæðar bifreiðahlunnindanna, upplýsingar um bifreiðina og hvers konar not starfsmaðurinn hefur af henni (takmörkuð, ótakmörkuð). Sameiginleg svæði eru þó þau sömu og í launamiðum.
Neðst í kaflanum er myndræn lýsing af uppbyggingu skjalsins.
Heiti svæðis | XML heiti | Villuprófun |
---|---|---|
Yfirkafli fyrir bifreiðahlunnindi. | Bifreidahlunnindi | |
Fjárhæð bifreiðahlunninda. | Fjarhaed | TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. |
Yfirkafli fyrir nánari upplýsingar. | BifreidahlunnindiNanar | |
Fjárhæð bifreiðahlunninda. | Fjarhaed | TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. |
Skráningarnúmer bifreiðar. | SkraningarnumerBifreidar | Svæðið verður að innihalda gilt fastanúmer. Númerið verður að vera til á ökutækjaskrá. |
Matsverð bifreiðar samkvæmt upplýsingum RSK. | MatsverdBifreidar | TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. |
Yfirkafli fyrir tímabil sem bifreiðin var í rekstri. | TimabilIRekstri | Kaflinn inniheldur DagsFra og DagsTil |
DagsFra | Dagsetningin skal vera í forminu ÁÁÁÁ-MM-DD | |
DagsTil | Dagsetningin skal vera í forminu ÁÁÁÁ-MM-DD | |
Kóði fyrir notkun bifreiðar. | NotkunBifreidar | 1 = Ótakmörkuð endurgjaldslaus afnot. 2 = Ótakmörkuð afnot gegn greiðslu eldsneytis. 3 = Engin afnot launþega af þessari bifreið. 4 = Ótakmörkuð afnot gegn endurgjaldi. 5 = Takmörkuð afnot. |
Yfirkafli fyrir tímabil sem bifreiðin var í notkun launþega. | TimabilNotkunar | Kaflinn inniheldur DagsFra og DagsTil |
DagsFra | Dagsetningin skal vera í forminu ÁÁÁÁ-MM-DD | |
DagsTil | Dagsetningin skal vera í forminu ÁÁÁÁ-MM-DD | |
Geymslustaður bifreiðar utan vinnutíma. | Geymslustadur | Allt að 30 stafa svæði. |
Starf notanda bifreiðar. | StarfNotanda | Allt að 70 stafa svæði. |
Athugasemdir og nánari skýringar. | Athugasemdir | Allt að 2.000 stafa skýringar og athugasemdir. |