Umboð og upplýsingagjöf

Skatturinn er bundinn af þagnarskyldu og er samkvæmt upplýsingalögum og sérstökum þagnarskylduákvæðum óheimilt að veita aðgang að gögnum og upplýsingum um fjárhagsmálefni einstaklinga og lögaðila nema með þeirra samþykki. Ríkisskattstjóri óskar eftir vottuðu umboði undirrituðu af stjórnarmanni fyrirtækis eða eiganda sameignar- og samlagsfélags þegar annar aðili óskar eftir upplýsingum eða gögnum um fyrirtækið. 

Ef annar en einstaklingur sjálfur óskar eftir upplýsingum þarf umboð hans að liggja fyrir.

Hjá Skattinum er unnið með trúnaðarupplýsingar og er starfsfólk bundið af þagnar- og trúnaðarskyldu. Af því leiðir að gerðar eru ríkar kröfur um öryggi við miðlun upplýsinga og þarf sá sem óskar eftir upplýsingum eða gögnum að sýna fram á með viðeigandi gögnum að hann hafi heimild til þess.

Umboð - opinber gjöld

Umboð - vanskil

Umboð - skattframtöl

Umboð - veflyklar

Power of attorney

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum