Kærur og málsmeðferð

Um stjórnsýslu gilda grunnreglur sem voru lögfestar með lögum nr. 37/1993 um stjórn­sýslu. Hlutverk þeirra er að tryggja vandaða stjórnsýslu. Lögin hafa að geyma lágmarks­reglur um skyldur stjórnvalda og réttindi borgara. Þessar grunnreglur gilda um málsmeðferð hjá innheimtumanni ríkissjóðs líkt og hjá öðrum stjórnvöldum.

Ef gjaldandi er ósáttur við ákvörðun innheimtumanns ríkissjóðs eru honum leiðir færar til að fá hana endurskoðaða innan stjórnsýslunnar.


Stjórnsýslukæra

Hægt er að fá ákvarðanir innheimtumanns ríkissjóðs endurskoðaðar með stjórnsýslukæru til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Einnig er hægt að fara fram á endurupptöku ákvörðunar hjá innheimtumanni.

Lesa meira

Greiðsluaðlögun

Hjá embætti umboðsmanns skuldara geta einstaklingar í greiðsluerfiðleikum sótt um greiðsluaðlögun á grundvelli laga nr. 101/2010, um greiðsluaðlögun einstaklinga.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum