Tekjuskattslögin 100 ára

Efni laganna ásamt síðari breytingum

Í ársbyrjun 2022 voru liðin 100 ár frá gildistöku laga nr. 74/1921 um tekjuskatt og eignarskatt. Sigmundur Stefánsson, fyrrverandi skattstjóri í Reykjanesumdæmi, hefur ritað grein þar sem tekin eru fyrir meginefni laganna (einkum tekjuskattsins) og hverju helst var verið að velta fyrir sér við setningu þeirra.  Samhliða er rakin þróun breytinga á nokkrum grundvallarreglum á þessu hundrað ára tímabili 

Um Sigmund Stefánsson

Sigmundur Stefánsson lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands í maí 1975. Hóf þá störf á Skattstofu Reykjanesumdæmis, var skrifstofustjóri til 1. júlí 1986 er hann var skipaður skattstjóri. 

Við sameiningu ríkisskattstjóra og skattstjóraembættanna 1. janúar 2010 varð hann sviðsstjóri atvinnurekstrarsviðs ríkisskattstjóra en hefur frá 2017 starfað sem sérfræðingur hjá embættinu. Hann hefur skrifað lögfræðigreinar um málsmeðferð við skattframkvæmd og fleira í Tíund og í Tímarit lögfræðinga.

Lesa greinina

Sækja sem pdf-skjal


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum