Inntökupróf

Embætti tollstjóra starfrækir Tollskóla ríkisins. Skólinn annast kennslu í almennum tollfræðum og veitir tollvörðum og tollendurskoðendum grunn- og sérmenntun á sviði tollafgreiðslu og tollgæslu (tolleftirlits). Inngöngu í skólann fá þeir sem ráðnir hafa verið til starfa hjá embættinu við tollgæslu eða tollendurskoðun og staðist hafa inntökupróf í skólann. Tollstjóri getur ákveðið að aðrir en tollstarfsmenn stundi nám við skólann.

Skólinn sinnir sí- og endurmenntun tollstarfsmanna auk almenns og sérhæfðs fræðslustarfs fyrir annað starfsfólk embættisins. Við skipulag þess er jafnan tekið mið af þörfum og stefnumörkun embættisins. Jafnframt býður skólinn upp á ýmis námskeið ætluð utanaðkomandi aðilum sem fást við inn- og útflutning, svo sem námskeið í tollskýrslugerð fyrir inn- og útflutning, tollflokkun vöru, upprunamálum og fleiru.

Við inntöku í grunnnám tollvarða þurfa umsækjendur að standast líkamsgetupróf.

Líkamsgetuprófið skiptist í þrjá hluta, stöðvaæfingar, hlaup og sund og þarf að standast lágmarksviðmið í öllum æfingum. Byrjað er á stöðvaæfingum þar sem æfingarnar eru framkvæmdar hver á eftir annarri eftir fyrirmælum prófdómara. Að því loknu er hlaupið og endað á því að synda.

Líkamsgeta

Æfingar

Karlar/konur

Stöðvaæfingar:
Armbeygjur
Kviðæfing
Snerpuhopp

20 armbeygjur (lágmark). Konur mega gera armbeygjur á tám eða hnjám.
15/12 kviðæfingar (lágmark).
Snerpuhopp í 30 sekúndur að lágmarki 30/25 hopp.
Hlaup Hlaupa skal 2000 metra á innan við 11/12 mínútum.
Sund Synda skal 200 metra með frjálsri aðferð á innan við 6 mínútum.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum