Leiðbeiningar um virðisaukaskatt

Regluverk á sviði virðisaukaskatts er að ýmsu leyti flókið samspil ýmissa meginreglna og undanþága frá þeim, reglna um endurgreiðslur og jafnvel sérreglna um hin ýmsu svið atvinnulífsins. Í meðfylgjandi leiðbeiningum er leitast við að skýra út með sem einföldustum hætti þær reglur sem gilda á þessu sviði.

Almennar leiðbeiningar um virðisaukaskatt

VSK-baeklingur_1706016334313

Leiðbeiningarnar eru fyrst og fremst ætlaðar þeim sem eru að hefja rekstur og þurfa því að kynna sér allar helstu reglur um virðisaukaskatt.

Skatturinn er vörsluskattur og almennur neysluskattur sem innheimtur er af innlendum viðskiptum á öllum stigum bæði á vöru og þjónustu. Hann er einnig innheimtur við innflutning vöru og þjónustu.

Opna leiðbeiningarbæklingSkráning á virðisaukaskattsskrá

Í þessum leiðbeiningum er farið yfir reglur sem gilda um skráningu á virðisaukaskattsskrá, hverjum ber að skrá sig og hver eru undanþegin. Einnig er fjallað um mismunandi tegundir skráningar, skyldubundnar sem og valkvæðar.

Opna leiðbeiningarbækling

Ferðaþjónusta

Ferðaþjónusta og önnur ferðatengd þjónusta er almennt virðisaukaskattsskyld í almennu skatthlutfalli virðisaukaskatts, 24%, eða í lægra skatthlutfalli virðisaukaskatts, 11%. Í einstaka tilvikum er ferðatengd þjónusta undanþegin virðisaukaskatti. Í leiðbeiningunum er gerð nánari grein fyrir virðisaukaskatti af starfsemi sem tengist ferðaþjónustu en tekið skal fram að umfjöllunin er ekki tæmandi.

Lesa nánar

Góðgerðarstarfsemi

Í leiðbeiningum þessum er leitast við að skýra þær reglur sem gilda um undanþágu virðisaukaskatts af góðgerðarstarfsemi.

Skattskylda virðisaukaskatts nær til allra vara og verðmæta, nýrra og notaðra. Góðgerðarstarfsemi er þó undanþegin að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Undanþágan þýðir að ekki er skylda til þess að tilkynna sig til skráningar á virðisaukaskattsskrá og ekki þarf að leggja virðisaukaskatt á sölu vara. 

Opna leiðbeiningarbækling


Íþróttastarfsemi

Í leiðbeiningum þessum er megináherslan á að skýra helstu reglur sem gilda um skattaleg réttindi og skyldur þeirra aðila sem hafa með höndum íþróttastarfsemi. Ekki skiptir í því sambandi hvort íþróttastarfsemi sé rekin í sérstöku íþróttafélagi eða innan annars félags, svo framarlega sem starfsemin fellur undir skilgreiningu á íþróttastarfsemi.

Opna leiðbeiningarbækling


Mötuneyti opinberra aðila

Sala opinberra aðila á tilreiddum mat í mötuneytum er í samkeppni við slíka sölu á almennum markaði og því virðisaukaskattsskyld. Það gildir þótt rekstur t.d. ríkisrekinna mötuneyta fyrir starfsmenn sé aldrei í hagnaðartilgangi.

Lesa nánar


Meðferð virðisaukaskatts hjá samskráðum félögum

Með samskráningu er öllum innheimtum virðisaukaskatti móður- og dótturfélaga innan samstæðunnar skilað í nafni móðurfélagsins í stað hvers og eins félags. Í þessum leiðbeiningum er farið yfir þær reglur sem gilda um samskráningu móður- og dótturfélaga á virðisaukaskattsskrá og um meðferð virðisaukaskatts í viðskiptum þeirra á milli.

Opna leiðbeiningarbækling

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar

Lög um virðisaukaskatt -  lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt

Lög um bókhald - lög nr. 145/1994, um bókhald


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum