Félagasamtök og önnur félög

Almenn félagasamtök teljast vera þau félög þar sem hópur manna kemur saman til að ná fram ófjárhagslegum markmiðum þess. Þeir aðilar sem sækja stofnfund slíks félags teljast stofnendur og á þeim fundi eru samþykkt lög (samþykktir) félagsins og því kjörin stjórn. 

Hægt er að sækja um skráningu félagasamtaka sem uppfylla ákveðin skilyrði og eru með þá starfsemi að ástæða sé til að hafa skráð í opinberar skrár. Sem dæmi um almenn félög má nefna stjórnmálaflokka, íþróttafélög, skákfélög, fagfélög, stéttarfélög, samtök vinnuveitenda, mannúðarfélög og menningarfélög.

Umsóknir um skráningu félagasamtaka eru teknar fyrir vikulega. Hægt er að senda skannað afrit af stofngögnum á netfangið fyrirtaekjaskra@skatturinn.is Ekki er nauðsynlegt að skila inn frumritum af gögnum.

Umsókn um skráningu félagasamtaka

Sýnishorn af samþykktum fyrir félagasamtök

Eyðublað til að tilkynna breytingu á stjórn/prókúru félagasamtaka

Tilkynning um raunverulega eigendur

Raunverulegir eigendur ásamt prókúruhafa eða meirihluta stjórnar skulu undirrita tilkynninguna. Eingöngu hægt að skila inn á pappír fyrir nýskráningar. Áður skráð félög skila inn upplýsingum um raunverulega eigendur rafrænt.


Upplýsingar um skráningu almannaheillafélaga sem starfa yfir landamæri


Almenn félagasamtök

Hægt er að sækja um skráningu félagasamtaka sem uppfylla ákveðin skilyrði og eru með þá starfsemi að ástæða sé til að hafa skráð í opinberar skrár

Lesa meira

Starfsmannafélög

Starfsmannafélög fyrirtækja, stofnana og annarra vinnustaða geta sótt um skráningu og kennitölu í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Skila þarf inn skráningareyðublaði ásamt dagsettum og undirrituðum samþykktum.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum