Innheimta leiðbeiningar
Leiðbeiningar um sjálfsafgreiðsluleiðir Skattsins vegna innheimtu opinberra gjalda.
Ástæða skuldar
Yfirlit yfir skuldir og útskýringu á skuldastöðu við Skattinn er hægt að nálgast á mínum síðum Ísland.is undir fjármál.
Opna yfirlit yfir alla gjaldflokka Skattsins
Borga inn á eða fullgreiða skuld
Höfuðborgarsvæðið
Hægt er að greiða með millifærslu og senda kvittun með skýringu á netfangið 85002@skatturinn.is
Reikningsnúmer: 0101-26-85002
Kennitala: 540269-6029
Utan höfuðborgarsvæðisins
Fyrir þau sem eru með innheimtu utan höfuðborgarsvæðisins geta millifært á bankareikning síns innheimtumanns.
Dánarbú
Hægt er að staðfesta skuldastöðu dánarbús með innskráningu á þjónustusvæði dánarbúsins á þjónustusíðunni skattur.is.
Það má finna skuldastöðuna undir Almennt - Innheimtumaður ríkissjóðs.
Endurnýja greiðsluáætlun
Greiðsluáætlun má endurnýja á island.is eða hjá innheimtumanni.
Skatturinn annast innheimtu fyrir þá sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu og Sýslumenn sjá um innheimtu á landsbyggðinni.
Gera greiðsluáætlun
Hægt er að sækja um að gera greiðsluáætlun um skatta og gjöld á Ísland.is.
Opna umsókn um greiðsluáætlun - greiðsludreifing fyrir skatta, gjöld og sektir
Fólk með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins getur leitað til viðkomandi sýslumanns til þess að gera greiðsluáætlun.
Hægt er að óska eftir greiðsluáætlun fyrir flesta skatta, gjöld og sektir. Vakin er athygli á að þó svo að gerð sé greiðsluáætlun leggjast dráttarvextir á kröfuna þar til hún er uppgreidd.
Ef um félag er að ræða þarf prókúruhafi þess að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og velja fyrirtækið. Þegar komið er inn á síðu félagsins er valið Fjármál - Greiðsluáætlanir.
Greiðsluseðlar og finna greiðslur
Greiðsluseðlar sem gefnir eru út, má finna á mínum síðum Ísland.is undir Fjármál - Greiðsluseðlar - Kvittanir.
Þar er hægt er að opna síu til að velja tímabil.
Athygli er vakin á því að ekki eru alltaf gefnir út greiðsluseðlar. Í þeim tilfellum þarf að skoða Ísland.is undir Fjármál - Hreyfingaryfirlit og finna þar ástæðu greiðslu.
Inneign hjá Skattinum
Til þess að hægt sé að greiða út inneign þarf að hafa skráðan bankareikning hjá Skattinum.
Hægt er að skrá bankareikning eða sjá hvort hann sé skráður á þjónustusíðu Skattsins, skattur.is.
Inneignir greiðast sjálfkrafa inn á skráðan bankareikning en það getur tekið nokkra daga að fá hana greidda eftir að inneign hefur myndast.
Vakin er athygli á því að innheimtumanni ríkissjóðs bera að skuldajafna inneignum upp í gjaldfallnar skuldir.
Skuldastaða
Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta athugað/staðfest skuldastöðu sína á eftirfarandi þjónustuvefjum:
Skattur.is - Almennt -
Innheimtumaður ríkissjóðs
Félög geta nota aðalveflykil til
innskráningar
Einstaklingar geta notað rafræn skilríki eða aðalveflykil
Island.is- Fjármál -
Staða.
Fyrirtæki - Prókúruhafar nota rafrænu
skilríkin sín til innskráningar
Einstaklingar - Nota rafrænu skilríkin sín
Yfirlit yfir greiðsluáætlun
Hægt er að sjá yfirlit greiðsludreifingar á Ísland.is
- Í pósthólfinu
- Fjármál - Greiðsluáætlanir