Námskeið

Á vegum Tollskóla ríkisins eru reglulega í boði ýmis námskeið ætluð þeim sem starfa við inn- og útflutning. Um er að ræða þrennskonar námskeið:

Tollmiðlaranámskeið

Á námskeiðinu er farið yfir lög og reglur sem gilda um tollmeðferð vöru, þar á meðal tollflokkun, tollskýrslugerð, meðferð ótollafgreiddrar vöru, ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda og upplýsingum sem veittar eru tollyfirvöldum, og reglum um greiðslufrest aðflutningsgjalda.

Athygli er vakin á því að starfsmenn tollmiðlara, sem annast gerð tollskýrslna og samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra, skulu hafa sótt námskeiðið.

Lengd: 100 klst.

Næsta námskeið 15. apríl til 23. maí 2024.

Skráning og nánari upplýsingar

Námskeiðið er í samvinnu Tollskóla ríkisins og Promennt. Skráning fer fram á heimasíðu Promennt.

Skráning og nánari upplýsingar


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum