Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá júní 2024

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) frá 28. júní um ríki undir sérstöku eftirliti auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 448/2024 , um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.


Í yfirlýsingu FATF frá því í júní kemur fram að ríki skuli grípa til sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu og Íran, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðarleysis ríkjanna í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þá skuli ríki gæta aukinnar árvekni í viðskiptum við aðila frá Mjanmar.


Þau ríki sem eru talin áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka í framangreindum skilningi eru eftirfarandi:

  • Afganistan
  • Alþýðulýðveldið Kórea
  • Barbados
  • Búlgaría
  • Búrkína Fasó
  • Filippseyjar
  • Gíbraltar
  • Haítí
  • Íran
  • Jamaíka
  • Jemen
  • Kamerún
  • Kenía
  • Króatía
  • Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
  • Malí
  • Mjanmar/Búrma
  • Mónakó
  • Mósambík
  • Namibía
  • Nígería
  • Panama
  • Sameinuðu arabísku furstadæmin
  • Senegal
  • Suður Afríka
  • Suður-Súdan
  • Sýrland
  • Tansanía
  • Trinidad og Tóbagó
  • Úganda
  • Vanúatú
  • Venesúela
  • Víetnam

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skulu tilkynningarskyldir aðilar gefa aðilum frá nefndum ríkjum sérstakan gaum, m.t.t. aukinnar hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 140/2018. 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum