Slit félagasamtaka

Almennt eru ákvæði í samþykktum (lögum) félagasamtaka um hvernig taka eigi ákvörðun um slit félags og hvað verði um eignir félagsins við slit.  

Þegar búið er að taka löglega ákvörðum slit félagsins skv. samþykktum þess þarf að útbúa tilkynningu til okkar þar sem óskað er eftir því að félagið verði afskráð. Það sem þarf að koma fram í tilkynningunni er hvernig ákvörðun um slit var tekin og hvenær, hvort eignir hafi verið til staðar í félaginu og þá hvert eignum var ráðstafað. Taka þarf fram í tilkynningunni að félagið sé skuldlaust.

Tilkynning þarf að vera undirrituð af a.m.k. meirihluta stjórnar félagsins eða prókúruhafa.

Sýnishorn af tilkynningu um slit

Greiða þarf tilkynningargjald, sjá nánar gjaldskrá.

Skanna má inn gögnin og senda á fyrirtaekjaskra@skatturinn.is ásamt kvittun fyrir greiðslu tilkynningargjalds.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum