Tollskrá
Tollskráin er byggð á samræmdu vörulýsingar- og vörunúmeraskrá Tollasamvinnuráðsins sem var tekin upp í alþjóðlegum viðskiptum samkvæmt alþjóðlegum samningi 14. júní 1983.
Tilgangurinn með samningnum er að auðvelda alþjóðleg viðskipti og söfnun, samanburð og greiningu tölfræðilegra upplýsinga að því er þau varðar. Að baki samningsgerðinni bjó jafnframt krafa ríkisstjórna um nákvæma sundurgreiningu vara vegna tolla og skýrslugerðar og mikilvægi nákvæmra og sambærilegra upplýsinga vegna alþjóðlegrar samningagerðar í viðskiptum.