Búnaðargjald

Búnaðargjald er ekki lagt á frá og með gjaldári 2018 (tekjuári 2017).


Fram til gjaldárs 2017 (tekjuárs 2016) var lagt búnaðargjald á alla þá sem stunda virðisaukaskattsskylda búvöruframleiðslu sem fellur undir eftirfarandi atvinnugreinanúmer í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands (ÍSAT 2008).

  • 01 (landbúnaður)
  • 02 (skógrækt) 
Þó ekki starfsemi í undirflokkum:

  • 01.61, 01.62, 01.63, 01.64 (þjónusta við jarðyrkju og búfjárrækt)
  • 01.70 (dýraveiðar og tengd þjónusta)
  • 02.40 (þjónusta tengd skógrækt).  Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum