Gjöld af ökutækjum

Greiða ber í ríkissjóð vörugjald af skráningarskyldum ökutækjum, jafnt nýjum sem notuðum. Gjaldskyldan nær jafnt til ökutækja sem flutt eru til landsins eða framleidd eru hér á landi, unnið er að eða sett eru saman hér á landi. Einnig leggjast önnur gjöld á ökutæki við innflutning samkvæmt tollskrá svo sem virðisaukaskattur og úrvinnslugjöld.

Ökutæki undanþegin vörugjaldi

 • Dráttarbifreiðar fyrir festivagna og sem aðallega eru gerðar til að draga annað ökutæki, sem eru yfir 5 tonn að heildarþyngd.
 • Ökutæki sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga og eru yfir 5 tonn að heildarþyngd.
 • Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, gálgabifreiðar, kranabifreiðar o.fl., sem ekki eru aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum og ekki eru tilgreind annars staðar í þessari grein, að heildarþyngd yfir 5 tonn.
 • Tengivagnar og festivagnar til vöruflutninga sem eru yfir 5 tonn að leyfðri heildarþyngd.
 • Dráttarbifreiðar að heildarþyngd 4 tonn eða meira sem gerðar eru til nota utan þjóðvega.
 • Slökkvibifreiðar og sjúkrabifreiðar í eigu ríkis, sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum.
 • Sjálfhlaðandi eða sjálflosandi tengivagnar og festivagnar til landbúnaðarnota.
 • Dráttarvélar.
 • Beltabifreiðar (snjóbílar), yfir 700 kg að eigin þyngd, sérstaklega ætlaðar til aksturs í snjó.
 • Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög.
 • Ökutæki í eigu erlendra sendiráða, sendiræðisskrifstofa og sendiræðismanna sé slíkt skylt samkvæmt milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að. Sama gildir um alþjóðasamtök og alþjóðastofnanir sem hér eru.
 • Sérsmíðaðar keppnisbifreiðar og keppnisbifhjól sem eru skráð sem slík og einungis notuð í skipulögðum keppnum og æfingum á vegum samtaka akstursíþróttamanna, svo og til aksturs til og frá slíkum atburðum. Skráningarmerki bifreiðanna og bifhjólanna skulu auðkennd sérstaklega. Ráðherra setur nánari reglur um gerð og útbúnað þeirra, svo og til hvaða atburða akstursheimildin taki. Sé brotið í bága við þær reglur skal vörugjald innheimt að fullu.
 • Bifreiðar í eigu ríkis, sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum eða fatlaðs fólks sem eru sérstaklega útbúnar fyrir fatlað fólk. Bifreiðarnar skulu búnar hjólastólalyftu eða öðrum sambærilegum búnaði og samþykktar af Sjúkratryggingum Íslands.
 • Ökutæki sem ætluð eru fyrir starfsemi björgunarsveita enda liggi fyrir staðfesting landssamtaka björgunarsveita á að viðkomandi ökutæki verði einungis notuð í þágu björgunarsveita.
 • Hópferðabifreiðar sem skráðar eru fyrir 10 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni að leyfðri heildarþyngd 5 tonn eða meira.
 • Bifhjól samkvæmt skilgreiningu umferðarlaga sem knúin eru af rafhreyfli að öllu leyti. Sama gildir um golfbifreiðar, körtur og beltabifreiðar, þ.m.t. vélsleða, sem eingöngu eru knúnar rafhreyfli.
 • Sendibifreiðar og önnur ökutæki til vöruflutninga í atvinnuskyni sem eingöngu eru knúin metani, metanóli, rafmagni eða vetni.

Ökutæki sem bera 13% vörugjald við innflutning

 • Kranabifreiðar og borkranabifreiðar sem eru 5 tonn eða minna að leyfðri heildarþyngd.
 • Yfirbyggingar, þ.m.t. ökumannshús fyrir vélknúin ökutæki.
 • Tengivagnar og festivagnar til vöruflutninga sem eru 5 tonn eða minna að leyfðri heildarþyngd, aðrir tengi- og festivagnar.
 • Dráttarbifreiðar fyrir festivagna sem aðallega eru gerðar til að draga annað ökutæki að heildarþyngd 5 tonn eða minna.
 • Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, gálgabifreiðar o.fl., sem ekki eru aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum og ekki eru tilgreind annars staðar í þessari grein, að heildarþyngd 5 tonn eða minna.
 • Fólksbifreiðar og önnur vélknúin ökutæki 40 ára og eldri (fornbílar, fornbifhjól)
 • Sendibifreiðar með sambyggt stýrishús og flutningsrými, eftir atvikum búnar farþegasætum eða sætisfestingum fyrir allt að tvo farþega auk ökumanns í stýrishúsi en engum slíkum í farmrými og flutningsrými, sem eru ætlaðar til vöruflutninga og eru undir 5 tonnum að leyfðri heildarþyngd.
 • Grindur með hreyfli og ökumannshúsi og eftir atvikum með viðbættu vöruflutningarými. Með viðbættu vöruflutningarými er átt við vörukassa eða vörupall sem ekki er sambyggður ökumannshúsinu og myndar ekki sjónræna heild með því hvað varðar lögun, lit eða efni.
 • Ökutæki ætluð til vöruflutninga, að heildarþyngd 5 tonn eða minna, sem ekki eru skráningarskyld samkvæmt umferðarlögum.

Ökutæki sem bera 30% vörugjald við innflutning

 • Hópferðabifreiðar sem skráðar eru fyrir 10 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni að leyfðri heildarþyngd 5 tonn eða minna. Sömu ökutæki í eigu hópferða- eða sérleyfishafa eða í fjármögnunarleigu vegna fjármögnunarleigusamnings við hópferða- eða sérleyfishafa skulu bera 5% vörugjald.
 • Bifhjól samkvæmt skilgreiningu umferðarlaga og jafnframt stigin bifhjól, fjórhjól, sexhjól, körtur, golfbifreiðar og beltabifreiðar, þ.m.t. vélsleðar.
 • Önnur vélknúin ökutæki sem ekki eru sérstaklega talin upp í þessum kafla.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum