Sendingar og pakkar til landsins

Allar vörur sem fluttar eru til landsins eru tollskyldar án tillits til verðmætis nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum og reglugerðum, svo sem vegna tollfríðinda tækifærisgjafa eða ferðamanna.

Þetta þýðir að allar vörur eru tollskyldar hvort sem verðmæti þeirra er $1 eða $1.000. Ekki skiptir heldur máli hvernig vara var flutt til landsins. Hér má nefna innflutning með póstsendingu, hraðsendingu, almennri frakt eða farangur ferðamanna sem uppfyllir ekki skilyrði tollfríðinda eða þau fullnýtt.


Almennt um sendingar

Við tollafgreiðslu á Íslandi eru lögð á vöruna gjöld samkvæmt tollskrá sem eru mismunandi eftir því um hvaða vörur er að ræða. Gjöldin geta til dæmis verið virðisaukaskattur, úrvinnslugjöld, tollar og fleira. Samnefni þessara gjalda er aðflutningsgjöld eða innflutningsgjöld.

Lesa meira

Reiknivél - innflutningsgjöld

Með reiknivélinni getur almenningur athugað hvað vara gæti kostað væri hún keypt og flutt til landsins í dag.

Reiknivélin sækir aðflutningsgjöldin í tollakerfið og birtir einnig upplýsingar um leyfi, bönn og aðra skilmála sem uppfylla þarf vegna innflutnings.

Lesa meira

Gjafir

Í ákveðnum tilvikum þarf ekki að greiða aðflutningsgjöld af gjöfum sem sendar eru til landsins. Gjafir sem einstaklingar búsettir erlendis hafa með sér eða senda hingað til lands af sérstöku tilefni, þó ekki í atvinnuskyni, eru undanþegnar aðflutningsgjöldum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Lesa meira

Hvar er pakkinn minn?

Það fer eftir því hvernig varan var send til landsins af þeim sem sendi vöruna. Í mörgum tilfellum sendir seljandinn þér svokallað tracking númer. Það getur þú notað til að fylgjast með sendingunni á leiðinni til landsins.

Vörur eru aldrei sendar til Skattsins.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum