Launaafdráttur
Þegar opinber gjöld (þing- og sveitarsjóðsgjöld) eru ógreidd er heimilt að beita launaafdrætti. Lögum samkvæmt er innheimtumanni heimilt að krefja vinnuveitanda um að halda eftir allt að 75% af heildarlaunagreiðslum til launþega hverju sinni. Meginreglan er sú að innheimtumenn ríkissjóðs gera kröfu um 75% launaafdrátt en launþegi heldur eftir 25% af heildarlaunagreiðslu.
Vinnuveitanda er skylt að halda eftir af launum gjaldanda sé þess krafist af innheimtumanni ríkissjóðs. Heimild er til að ganga á vinnuveitanda ef ekki er brugðist við kröfum innheimtumanns.
Hafi launagreiðandi þegar dregið fjárhæð af launum er hægt að senda launaseðil/seðla til viðkomandi innheimtumanns og hann sér um að innheimta gjöldin hjá launagreiðanda. Launaseðil/seðla skal senda á netfangið 7649@skatturinn.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á sama netfang fyrir frekari upplýsingar um launaafdrátt eða leita til viðkomandi sýslumanns ef lögheimili er ekki á höfuðborgarsvæðinu.
Heimilt er að verða við umsókn frá launþega um lækkun á launaafdrætti dugi tekjur að frádregnum launaafdrætti ekki til framfærslu hans, maka og/eða börnum sem hann hefur á framfæri sínu.
Greiðsluáætlun um lækkun á launaafdrætti ber að gera skriflega við þjónustufulltrúa í lögfræðideild innheimtu- og skráasviðs ríkisskattstjóra eða viðkomandi innheimtumann ríkissjóðs. Slíkt samkomulag skal undirritað og í því felst að launþeginn viðurkennir kröfuna og nýjan upphafstíma fyrningarfrests. Greiðslum frá launagreiðanda er ráðstafað inn á elstu gjöldin.
Lög og reglur
Lög nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda
Reglugerð nr. 240/2020, um launaafdrátt