Skattar og gjöld

Hér er fjallað um þá skatta sem lagðir eru á einstaklinga samkvæmt skattframtali. Sértök umfjöllun er um vaxtabætur og barnabætur.

Einnig er hér fjallað um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsnæði, bifreiðagjald og olíugjald.


Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna íbúðarhúsnæðis

Eigendur íbúðarhúsnæðis geta sótt um 60% af greiddum virðisaukaskatti af vinnu á verkstað, vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds.

Lesa meira

Tekjuskattur og útsvar

Lagður er tekjuskattur og útsvar á skattskyldar tekjur einstaklinga samkvæmt skattframtali. Staðgreiðsla er innheimt á tekjuári og er bráðabirgðagreiðsla upp í álagninguna. Tekjuskattur gengur til ríkisins og útsvar til sveitarfélaga.

Lesa meira

Fjármagnstekjuskattur

Fjármagnstekjuskattur er skattur sem leggst á eignatekjur einstaklinga utan atvinnurekstrar, þ.e. vaxtatekjur, arð, söluhagnað og leigutekjur. Ef einstaklingur hefur með höndum atvinnurekstur greiðir hann ekki sérstakan fjármagnstekjuskatt vegna fjármagnstekna sem tilheyra atvinnurekstrinum, heldur eru þær skattlagðar eftir sömu reglum og gilda um aðrar tekjur í rekstrinum.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum