Fjármagnstekjuskattur
Fjármagnstekjuskattur er lagður á tekjur einstaklinga af eignum, utan atvinnurekstrar.
Fjármagnstekjuskattur er lagður á:
-
Vaxtatekjur (t.d. af bankainnstæðum og skuldabréfum)
Arð
Söluhagnað
-
Leigutekjur (ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt – sjá nánar um útleigu)
Ef tekjurnar tengjast atvinnurekstri eru þær ekki skattlagðar með fjármagnstekjuskatti, heldur eftir reglum um tekjur í rekstri.
Fjármagnstekjur og aðrir skattar
Á fjármagnstekjur er ekki lagt útsvar og þær hafa engin áhrif á þrepaskiptingu tekjuskatts.
Þó að fjármagnstekjur hafi ekki áhrif á tekjuskattsþrep, eru þær teknar með við útreikning vaxtabóta og barnabóta.
Um skattlagningu einstakra fjármagnstekna
Staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts
Greiðsla án staðgreiðslu
Af vaxtatekjum sem greidd er með öðrum hætti, t.d. af kröfum í eigin innheimtu, er ekki greidd staðgreiðsla, heldur er fjármagnstekjuskattur af þeim greiddur eftirá samkvæmt upplýsingum í skattframtali.