Leiðbeiningar um skil á staðgreiðslu af launum

Hér má finna upplýsingar um skil og greiðslu á staðgreiðslu og tryggingagjaldi.

Hvar á að skila skýrslu?

Upplýsingum um staðgreiðslu af launum er skilað á þjónustuvef Skattsins undir Vefskil -> Staðgreiðsla -> Skila skýrslu.

Einnig er hægt að skila upplýsingum beint úr ýmsum launa og/eða bókhaldsforritum.

Innskráning á þjónustuvef fer fram með kennitölu og staðgreiðsluveflykli en einstaklingar með rekstur á eigin kennitölu geta notað rafræn skilríki til að skila.

Hvernig á að fylla út skýrslu?

Leiðbeiningar og skýringarmynd um hvernig skilagrein staðgreiðslu er útfyllt er að finna í orðsendingu 1/2025 til launagreiðenda.

Hvenær á að skila skýrslum og greiða launatengdu gjöldin?

Skil á staðgreiðslu og launatengdum gjöldum er 15. hvers mánaðar. Beri 15. upp á helgi eða helgidag færist skiladagur á næsta virka dag á eftir. 

Upplýsingar um eindaga staðgreiðslu og tryggingagjalds má sjá í skattadagatali Skattsins.

Hvernig er greitt?

Þegar skýrslu hefur verið skilað þá myndast innheimtukrafa í heimabanka.

Ef innheimtukrafan birtist ekki tímanlega í heimabanka þá þarf að millifæra á Skattinn.
Uppfærð skuldastaða á að vera sýnileg á Mínum síðum Ísland.is undir Fjármál.

Staðgreiðslu og tryggingagjald er innheimt í einu lagi en eftir eindaga skiptist krafan í tvennt í heimabanka, í staðgreiðslu annars vegar og tryggingagjald hins vegar.

Skýrslu ekki skilað á réttum tíma

Sé skýrslu ekki skilað fyrir eindaga þarf að skila skýrslu um leið og mögulegt er á þjónustuvef Skattsins, undir Vefskil -> Staðgreiðsla -> Skila skýrslu.

Hafi birst krafa fyrir áætlunin í heimabanka hverfur hún ekki samstundis skil á skýrslu, það tekur nokkra daga. Eftir að skýrslu hefur verið skilað þá myndast reikningur fyrir réttri kröfu í heimabanka.

Hægt er að sjá uppfærða skuldastöðu á Mínum síðum Ísland.is undir Fjármál.

Engin laun (fyrir lögaðila)

Lögaðilar á launagreiðendaskrá þurfa að skila inn staðgreiðslu skilagrein þó engin laun hafi verið greidd. Í þeim tilvikum þarf að fara á þjónustuvef Skattsins undir Vefskil -> Staðgreiðsla -> Skila skýrslu. Ekkert er skrifað í skýrsluna sjálfa en velja þarf færri línur og ýta svo á áfram og senda skýrsluna. 

Einstaklingar með rekstur - breyting á reiknuðu endurgjaldi

Einstaklingar, sem eru á launagreiðendaskrá, eiga að skila skýrslu mánaðarlega og reikna á sig jöfn laun alla mánuði ársins. Sé skýrslu skilað með lægri fjárhæð en viðkomandi áætlaði á sig í laun á mánuði myndast áætlun í heimabanka.

Tilkynna þarf allar breytingar með því að fylla út eyðublað og útskýra málið í athugasemdardálknum, RSK 5.02.

Leiðrétta skýrslu og bakfæra ranga skýrslu

Hafi rangri skýrslu verið skilað inn þarf að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

  1. Byrja þarf að skila réttri staðgreiðsluskýrslu.
  2. Síðan er ranga skýrslan bakfærð.

Skýrslur eru bakfærðar á þjónustuvef Skattsins undir Vefskil -> Staðgreiðsla -> Bakfæra skýrslu.

Innskráning verður að fara fram með veflykli staðgreiðslu.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum